Sport

Enn flytja keppnislið sig milli borga vestanhafs

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Bettman afhendir Boston Bruins Stanley-bikarinn um síðustu helgi
Bettman afhendir Boston Bruins Stanley-bikarinn um síðustu helgi Mynd/AFP Nordic
Oklahoma City Thunder, Tennessee Titans, Los Angeles Clippers og Baltimore Ravens eru aðeins nokkur dæmi um bandarísk atvinnumannalið sem hafa flutt sig um set í Bandaríkjunum.

Hugsanlega eru einhverjir Íslendingar í Winnipeg sem fagna um þessar mundir nýju íshokkí-liði á sama tíma og Atlanta-búar kveðja liðið sitt.

Liðið sem umræðir er Atlanta Trashers sem ríkasti maður Kanada, Mark Chipman, festi kaup á ásamt fleirum í síðasta mánuði. Þrátt fyrir kaupin átti NHL-deildin eftir að gefa grænt ljós á flutning liðsins til Winnipeg. Nú hefur leyfið fengist.

„Stjórnin samþykkti einróma kaup fyrirtækisins True North, í eigu þeirra Mark Chipman og David Thompson á Atlanta Trashers og flutning þess til Winnipeg," sagði Gary Bettman framkvæmdastjóri NHL-deildarinnar við Reuters fréttastofuna.

„Auðvitað kennum við í brjósti um aðdáendurna í Atlanta. En íbúarnir í Winnipeg eru augljóslega afar spenntir yfir komu okkar," bætti Bettman við.

Enn á eftir að greina frá nýju nafni liðsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×