Innlent

Vitlaust veður undir Eyjafjöllum, varað við grjótfoki

Afleitt veður hefur verið víða um land í nótt og voru björgunarsveitir kallaðar út í Reyðarfirði og á Hvolsvelli til að hemja fok.

Þá er vitlaust veður undir Eyjafjöllum og varar lögreglan á Hvolsvelli ökumenn við grjótfoki á móts við Svaðbælisá. Þar eru björgunarsveitarmenn einnig að aðstoða bændur.

Töluvert snjóaði á Akureyri í nótt í hvassri norðanátt og dró í skafla. Jafn vindur mældist liðleag 30 metrar á sekúndu í Vestmannaeyjum undir morgun og fór upp í 43 metra í hviðum. Þar þurfti lögregla að binda betur bát í höfninni, sem var farinn að slást til í landfestunum.

Hvergi er enn vitað um alvarlegt tjón eða meiðsl á fólki, en áfram er spáð norðan stormi á landinu í dag með frosti, og snjókomu um norðan- og austanvert landið.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×