Fótbolti

Repka ætlar ekki að tapa fyrir Liverpool

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Tomas Repka fagnar í leik með Sparta Prag.
Tomas Repka fagnar í leik með Sparta Prag. Nordic Photos / AFP
Tomas Repka er fyrirliði Sparta Prag og verður líklega í eldlínunni þegar að liðið tekur á móti Liverpool í Evrópudeild UEFA í kvöld.

Repka var á mála hjá West Ham í fimm ár á sínum tíma og þekkir því vel til ensku úrvalsdeildarinnar.

Hann segir að Liverpool í dag sé ekki sama liðið og það var áður, þegar hann var í Englandi.

„Liverpool er vissulega nokkuð sterkt lið en þegar ég var í Englandi var liðið að spila í Meistaradeild Evrópu og var með fleiri þekktari leikmenn en liðið er með í dag."

„Ungu leikmennirnir munu halda ró sinni þó svo að þeir séu að fara að spila við Liverpool. Ég var sjálfur að hlakka til að mæta Torres en það skiptir svo sem ekki máli."

Sjálfur hefur Repka aldrei verið í sigurliði gegn Liverpool í alls fjórum tilraunum. „Ég vona að mér takist að bæta þennan árangur en við ætlum að fara af fullum krafti í þennan leik. Maður spilar ekki svona leik á hverjum degi og við viljum því njóta þess."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×