Sigurður Ragnar: Ég held að við eigum fína möguleika Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 14. mars 2011 17:00 Sigurður Ragnar Eyjólfsson. Sigurður Ragnar Eyjólfsson, kvennalandsliðsþjálfari í fótbolta, var nokkuð sáttur með riðil Íslands í undankeppni EM 2013 en dregið var í dag. Ísland er í riðli með Noregi (7. sæti á FIFA-listanum), Belgíu (35.), Ungverjalandi (31.), Norður Írlandi (64.) og Búlgaríu (49.). „Ég er alveg ágætlega sáttur og þetta er tiltölulega þægilegt upp á ferðlög að gera. Við hefðum getað verið bæði heppnari og óheppnari með lið í fyrsta styrkleikaflokki en við höfum verið að spila jafna leiki á móti Noregi og mér lýst ágætlega á það að mæta þeim. Það hafa mikla reynslu og komast yfirleitt alltaf áfram en við ætlum að snúa því við," sagði Sigurður Ragnar. „Við erum síðan að fara að spila við Belgíu sem er þjóð sem við höfum ekki spilað við undir minni stjórn. Ég spilaði sjálfur í Belgíu þannig að það gæti verið gaman," sagði Sigurður Ragnar sem lék með Harelbeke í Belgíu frá 2000 til 2001. „Við þekkjum Norður-Írana vel og það voru fínir leikir fyrir okkur. Ungverjaland er á svipuðum stað á heimslistanum og Belgía en ég þarf að kynna mér Ungverjaland því ég veit lítið um þær og sama má segja um Búlgaríu," segir Sigurður Ragnar um væntanlega mótherja íslenska liðsins. „Við vorum pínu óheppnin með liðin í neðri styrkleikaflokkunum því þar fengum við yfirleitt sterkustu liðin. Þetta hefði getað farið betur og hefði getað farið verr og ég er bara sæmilega ánægður með riðilinn. Ég held að við eigum fína möguleika," sagði Sigurður Ragnar og stefnan hefur verið sett á að komast aftur í úrslitakeppnin. „Við ætlum að standa okkur og reynum að komast aftur í lokakeppni. Ég held að það sé markmiðið hjá okkur öllum. Það er gaman að fá að mæta mörgum nýjum þjóðum sem við höfum ekki verið að spila við undanfarin ár," sagði Sigurður Ragnar og bætti við: „Það er plús fyrir okkur líka og það skiptir líka máli að þetta eru ekki alltof slæm ferðlög. Klara hafði áhyggjur af því að við færum til Kasakstan eða eitthvað en við losnuðum við það. þetta er bara spennandi," sagði Sigurður Ragnar að lokum. Íslenski boltinn Mest lesið Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Fótbolti Kristinn: Við vorum geggjaðir Körfubolti Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Enski boltinn Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Körfubolti Uppgjör: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Körfubolti Elías Rafn hélt hreinu þegar meistararnir jöfnuðu toppliðið að stigum Fótbolti Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Íslenski boltinn Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Fótbolti Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Fótbolti Hareide hættur með landsliðið Fótbolti Fleiri fréttir Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Tólf leikmenn komnir til KR Geir fer aftur í Vesturbæinn FH-ingar kynntu Birki og Braga Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Sjá meira
Sigurður Ragnar Eyjólfsson, kvennalandsliðsþjálfari í fótbolta, var nokkuð sáttur með riðil Íslands í undankeppni EM 2013 en dregið var í dag. Ísland er í riðli með Noregi (7. sæti á FIFA-listanum), Belgíu (35.), Ungverjalandi (31.), Norður Írlandi (64.) og Búlgaríu (49.). „Ég er alveg ágætlega sáttur og þetta er tiltölulega þægilegt upp á ferðlög að gera. Við hefðum getað verið bæði heppnari og óheppnari með lið í fyrsta styrkleikaflokki en við höfum verið að spila jafna leiki á móti Noregi og mér lýst ágætlega á það að mæta þeim. Það hafa mikla reynslu og komast yfirleitt alltaf áfram en við ætlum að snúa því við," sagði Sigurður Ragnar. „Við erum síðan að fara að spila við Belgíu sem er þjóð sem við höfum ekki spilað við undir minni stjórn. Ég spilaði sjálfur í Belgíu þannig að það gæti verið gaman," sagði Sigurður Ragnar sem lék með Harelbeke í Belgíu frá 2000 til 2001. „Við þekkjum Norður-Írana vel og það voru fínir leikir fyrir okkur. Ungverjaland er á svipuðum stað á heimslistanum og Belgía en ég þarf að kynna mér Ungverjaland því ég veit lítið um þær og sama má segja um Búlgaríu," segir Sigurður Ragnar um væntanlega mótherja íslenska liðsins. „Við vorum pínu óheppnin með liðin í neðri styrkleikaflokkunum því þar fengum við yfirleitt sterkustu liðin. Þetta hefði getað farið betur og hefði getað farið verr og ég er bara sæmilega ánægður með riðilinn. Ég held að við eigum fína möguleika," sagði Sigurður Ragnar og stefnan hefur verið sett á að komast aftur í úrslitakeppnin. „Við ætlum að standa okkur og reynum að komast aftur í lokakeppni. Ég held að það sé markmiðið hjá okkur öllum. Það er gaman að fá að mæta mörgum nýjum þjóðum sem við höfum ekki verið að spila við undanfarin ár," sagði Sigurður Ragnar og bætti við: „Það er plús fyrir okkur líka og það skiptir líka máli að þetta eru ekki alltof slæm ferðlög. Klara hafði áhyggjur af því að við færum til Kasakstan eða eitthvað en við losnuðum við það. þetta er bara spennandi," sagði Sigurður Ragnar að lokum.
Íslenski boltinn Mest lesið Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Fótbolti Kristinn: Við vorum geggjaðir Körfubolti Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Enski boltinn Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Körfubolti Uppgjör: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Körfubolti Elías Rafn hélt hreinu þegar meistararnir jöfnuðu toppliðið að stigum Fótbolti Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Íslenski boltinn Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Fótbolti Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Fótbolti Hareide hættur með landsliðið Fótbolti Fleiri fréttir Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Tólf leikmenn komnir til KR Geir fer aftur í Vesturbæinn FH-ingar kynntu Birki og Braga Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Sjá meira