Erlent

Skortur á drykkjarvatni hrjáir Kínverja

Mikill skortur á drykkjarvatni hrjáir nú íbúa í austurhluta Kína. Ástæðan fyrir skortinum eru miklir þurrkar undanfarna mánuði sem hafa leitt til þess að mjög hefur minnkað í vatnsbólum eða þau jafnvel tæmst.

Það er einkum í Jiangxi héraði sem ástandið er alvarlegt en þar hafa um 230.000 Kínverjar ekki aðgang að nægilegu drykkjarvatni. Úrkoman í héraðinu á fyrstu mánuðum ársins er aðeins helmingur af því sem gengur og gerist í eðlilegu árferði.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×