Fótbolti

Sigurður Ragnar: Mikilvægt að skora snemma

Stefán Árni Pálsson skrifar
„Sigurinn var aldrei í hættu og það er mikilvægt að byrja mótið svona vel,“ sagði Sigurður Ragnar Eyjólfsson, þjálfari íslenska landsliðsins, eftir 6-0 sigur sinna stúlkna gegn Búlgaríu í undankeppni Evrópumótsins í knattspyrnu.

„Það sem við getum tekið úr þessum leik er mikið markaskor sem mun reynast mikilvægt þegar á botninn er hvolft. Margrét Lára var frábær í kvöld og skoraði fjögur mörk sem og liðið allt, en stelpurnar stóðu sig vel“.

„Það var mikilvægt fyrir okkur að skora mark snemma leiks því oft geta svona leikið verið erfiðir ef illa gengur að koma boltanum í netið“.

„Svo er gríðarlega mikilvægt að ná stelpunum saman reglulega og spila saman sem ein liðsheild,“ sagði Sigurður Ragnar.

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×