Erlent

Netanyahu hafnar hugmyndum Obama

Mynd/AP
Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísraels, hafnar tillögum Barack Obama, forseta Bandaríkjanna, um sjálfsætt ríki Palestínumanna og segir þær óverjandi. Obama hélt fyrr í dag ræðu um málefni Mið-Austurlanda og sagði að ríki Palestínumanna verði miðist við þau landamæri sem voru í gildi árið 1967 fyrir sex daga stríðið. Hann sagði Ísraela og Palestínumenn verða að tryggja öryggi landamæranna. Þá ítrekaði Obama að Bandaríkin væru enn traustir bandamenn Ísraela í öryggismálum.

Netanyahu segir Ísraela ekki vilja hörfa og breyta landamærunum því slíkt myndi hafa gríðarleg áhrif á öryggi ísraelsku þjóðarinnar. Auk þess myndu fjölmargir Ísraelar á Vesturbakkanum ekki tilheyra Ísrael lengur þar sem landamærin Ísraels myndu ekki ná til þeirra miðað við landamærin fyrir 1967.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×