Reykjavíkurúrvalið vann KPMG-bikarinn og setti met Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 11. september 2011 07:00 Liðstjórarnir með KPMG-bikarinn. Mynd/Golf.is Reykjavíkurúrvalið vann öruggan sigur á Landsbyggðinni í KPMG bikarnum í golfi sem lauk í gær á Hvaleyrarvelli í Hafnarfirði. Lokatölur urðu 18 vinningar gegn 6 sem er stærsti sigurinn í keppninni til þessa en þetta er í fyrsta sinn sem Reykjavíkurúrvalið vinnur í þessari árlegu keppni. „Við vildum ná þessu meti núna loksins þegar við sigruðum. Strákarnir léku vel og sigurinn var aldrei í hættu,“ sagði Sigurður Pétursson, liðsstjóri Reykjavíkurúvalsins, í samtali við golf.is. Reykjavíkurúrvalið fékk 8,5 stig (gegn 3,5) út úr þriðju umferð sem var tvímenningur en Reykjavíkurúrvalið hafði fengið 4,5 stig (gegn 1,5) út úr fjórmenningnum og 5 stig (gegn 1) í fjórleiknum. Lið höfuðborgarinnar vann líka í keppni eldri kylfinga í KPMG-Bikarnum en Reykjavíkurúrvalið vann þar öruggan 16-7 sigur gegn landsbyggðinni.KPMG-bikarmeistarar Reykjavíkurúrvalsins 2011: Andri Þór Björnsson GR - 3 stig í KPMG-bikarnum Arnar Snær Hákonarson GR - 1,5 stig Alfreð Brynjar Kristinsson GKG - 2 stig Guðmundur Ágúst Kristjánsson GR - 1,5 stig Guðjón Henning Hilmarsson GKG - 1 stig Haraldur Franklín Magnús GR - 2 stig Nökkvi Gunnarsson NK - 3 stig Rafn Stefán Rafnsson GO - 3 stig Sigurjón Arnarsson GR - 2 stig Stefán Már Stefánsson GR - 3 stig Íris Katla Guðmundsdóttir GR - 1,5 stig Sunna Víðisdóttir GR - 2 stig Liðstjóri: Sigurður Pétursson GR Aðst. Liðstjóri Úlfar Jónsson GKG Golf Mest lesið Börn Dagnýjar eftir á Íslandi: Blákaldur raunveruleikinn á fyrsta degi Enski boltinn Salah staðfestir að þetta sé hans síðasta tímabil með Liverpool Enski boltinn Í beinni: Littler - MVG | Undrabarnið reynir aftur Sport „Eiginlega bara þið sem hafið pumpað þetta upp“ Handbolti Kahn gæti eignast fallið stórveldi Fótbolti Friðrik um viðskilnaðinn við Keflavík: „Ákvað að standa með sjálfum mér“ Körfubolti Í beinni: KR - Tindastóll | Hörkuleikur eftir jólamatinn Körfubolti Brann einnig rætt við Frey Fótbolti Munar meira en fimmtíu milljónum á tapi og sigri í kvöld Sport Salah henti Suarez úr toppsætinu Enski boltinn Fleiri fréttir Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira
Reykjavíkurúrvalið vann öruggan sigur á Landsbyggðinni í KPMG bikarnum í golfi sem lauk í gær á Hvaleyrarvelli í Hafnarfirði. Lokatölur urðu 18 vinningar gegn 6 sem er stærsti sigurinn í keppninni til þessa en þetta er í fyrsta sinn sem Reykjavíkurúrvalið vinnur í þessari árlegu keppni. „Við vildum ná þessu meti núna loksins þegar við sigruðum. Strákarnir léku vel og sigurinn var aldrei í hættu,“ sagði Sigurður Pétursson, liðsstjóri Reykjavíkurúvalsins, í samtali við golf.is. Reykjavíkurúrvalið fékk 8,5 stig (gegn 3,5) út úr þriðju umferð sem var tvímenningur en Reykjavíkurúrvalið hafði fengið 4,5 stig (gegn 1,5) út úr fjórmenningnum og 5 stig (gegn 1) í fjórleiknum. Lið höfuðborgarinnar vann líka í keppni eldri kylfinga í KPMG-Bikarnum en Reykjavíkurúrvalið vann þar öruggan 16-7 sigur gegn landsbyggðinni.KPMG-bikarmeistarar Reykjavíkurúrvalsins 2011: Andri Þór Björnsson GR - 3 stig í KPMG-bikarnum Arnar Snær Hákonarson GR - 1,5 stig Alfreð Brynjar Kristinsson GKG - 2 stig Guðmundur Ágúst Kristjánsson GR - 1,5 stig Guðjón Henning Hilmarsson GKG - 1 stig Haraldur Franklín Magnús GR - 2 stig Nökkvi Gunnarsson NK - 3 stig Rafn Stefán Rafnsson GO - 3 stig Sigurjón Arnarsson GR - 2 stig Stefán Már Stefánsson GR - 3 stig Íris Katla Guðmundsdóttir GR - 1,5 stig Sunna Víðisdóttir GR - 2 stig Liðstjóri: Sigurður Pétursson GR Aðst. Liðstjóri Úlfar Jónsson GKG
Golf Mest lesið Börn Dagnýjar eftir á Íslandi: Blákaldur raunveruleikinn á fyrsta degi Enski boltinn Salah staðfestir að þetta sé hans síðasta tímabil með Liverpool Enski boltinn Í beinni: Littler - MVG | Undrabarnið reynir aftur Sport „Eiginlega bara þið sem hafið pumpað þetta upp“ Handbolti Kahn gæti eignast fallið stórveldi Fótbolti Friðrik um viðskilnaðinn við Keflavík: „Ákvað að standa með sjálfum mér“ Körfubolti Í beinni: KR - Tindastóll | Hörkuleikur eftir jólamatinn Körfubolti Brann einnig rætt við Frey Fótbolti Munar meira en fimmtíu milljónum á tapi og sigri í kvöld Sport Salah henti Suarez úr toppsætinu Enski boltinn Fleiri fréttir Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira