Björn á slæmar minningar frá Sandwich Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 14. júlí 2011 16:00 Thomas Björn spilaði frábærlega í dag. Nordic Photos/AFP Daninn Thomas Björn er efstur þegar líður að lokum fyrsta dags á Opna breska meistaramótinu í golfi. Björn spilaði á fimm höggum undir pari í dag. Björn hefur aldrei unnið stórmót en komst næst því á Royal St. George's vellinum fyrir átta árum. Sama velli og mótið fer fram í ár. Á lokahringnum fyrir átta árum fékk Björn skolla á 15. holu. Þrátt fyrir það hafði hann tveggja högga forskot þegar þrjár holur voru eftir og kominn með aðra höndina á Silfurbikarinn. Á 16. holunni fór hins vegar allt úrskeiðis. Upphafshöggið rataði í sandgryfju og það tók hann tíma að komast upp úr henni. Í tveimur fyrstu skotum hans rann kúlan aftur ofan í gryfjuna. Hann spilaði holuna á fimm höggum yfir pari og gaf frá sér sigurinn á mótinu. „Þessi hola skuldar engum neitt frekar en aðrar holur eða aðrir vellir. Ég spilaði frábærlega alla vikuna en klúðraði þessu á 16. holu. Það gerist í golfi,“ sagði Björn við breska fjölmiðla. Á hring dagsins sendi Björn upphafshöggið aftur í sandgryfjuna sem varð til þess að enn fleiri rifjuðu upp baráttu Danans við sandinn fyrir átta árum. Í þetta skiptið var nægur kraftur í högginu, boltinn skoppaði vel og hann púttaði fyrir fugli. Upphaflega átti Björn ekki að vera meðal þátttakenda á mótinu en hann datt inn í kjölfar meiðsla Vijay Singh. Árið hefur verið erfitt hjá Dananum en faðir hans lést fyrr á árinu. „Ég held að hann hefði verið mjög stoltur af spilamennsku minni í dag,“ sagði Björn. Golf Mest lesið „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Handbolti Segja Ronaldo hafa misst af leik til að sleppa við svipuhögg Fótbolti Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt Handbolti Hafnarfjörður keypti Skessuna fyrir 1.190 milljónir Fótbolti Ofurtölvan setur Liverpool á toppinn og Arsenal ofar Real Madrid Fótbolti „Eins manns dauði er annars brauð“ Handbolti „Brjálæðisleg orka“ Hákonar og einstakt samband við David Fótbolti Íranir ætluðu ekki að húðstrýkja Ronaldo Fótbolti Fleiri fréttir Var í mótorhjólagengi, sat inni en er nú kominn á Opna breska Fór tvisvar sinnum holu í höggi á sama hringnum Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Sjá meira
Daninn Thomas Björn er efstur þegar líður að lokum fyrsta dags á Opna breska meistaramótinu í golfi. Björn spilaði á fimm höggum undir pari í dag. Björn hefur aldrei unnið stórmót en komst næst því á Royal St. George's vellinum fyrir átta árum. Sama velli og mótið fer fram í ár. Á lokahringnum fyrir átta árum fékk Björn skolla á 15. holu. Þrátt fyrir það hafði hann tveggja högga forskot þegar þrjár holur voru eftir og kominn með aðra höndina á Silfurbikarinn. Á 16. holunni fór hins vegar allt úrskeiðis. Upphafshöggið rataði í sandgryfju og það tók hann tíma að komast upp úr henni. Í tveimur fyrstu skotum hans rann kúlan aftur ofan í gryfjuna. Hann spilaði holuna á fimm höggum yfir pari og gaf frá sér sigurinn á mótinu. „Þessi hola skuldar engum neitt frekar en aðrar holur eða aðrir vellir. Ég spilaði frábærlega alla vikuna en klúðraði þessu á 16. holu. Það gerist í golfi,“ sagði Björn við breska fjölmiðla. Á hring dagsins sendi Björn upphafshöggið aftur í sandgryfjuna sem varð til þess að enn fleiri rifjuðu upp baráttu Danans við sandinn fyrir átta árum. Í þetta skiptið var nægur kraftur í högginu, boltinn skoppaði vel og hann púttaði fyrir fugli. Upphaflega átti Björn ekki að vera meðal þátttakenda á mótinu en hann datt inn í kjölfar meiðsla Vijay Singh. Árið hefur verið erfitt hjá Dananum en faðir hans lést fyrr á árinu. „Ég held að hann hefði verið mjög stoltur af spilamennsku minni í dag,“ sagði Björn.
Golf Mest lesið „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Handbolti Segja Ronaldo hafa misst af leik til að sleppa við svipuhögg Fótbolti Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt Handbolti Hafnarfjörður keypti Skessuna fyrir 1.190 milljónir Fótbolti Ofurtölvan setur Liverpool á toppinn og Arsenal ofar Real Madrid Fótbolti „Eins manns dauði er annars brauð“ Handbolti „Brjálæðisleg orka“ Hákonar og einstakt samband við David Fótbolti Íranir ætluðu ekki að húðstrýkja Ronaldo Fótbolti Fleiri fréttir Var í mótorhjólagengi, sat inni en er nú kominn á Opna breska Fór tvisvar sinnum holu í höggi á sama hringnum Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Sjá meira