Erlent

Staðfestir að viðræður við talíbana eru hafnar

Mynd/AP
Robert Gates, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, hefur staðfest að bandarísk stjórnvöld eiga nú ásamt fulltrúum annarra ríkja í viðræðum við talibana í Afganistan um hvernig hægt er að binda enda á stríðsátökin í landinu. Hann ítrekar að þrátt fyrir viðræðurnar megi ekki búast við því að brottfluningur bandarískra hermanna frá Afganistan muni ganga hraðar fyrir sig.

Stríðið í Afganistan hefur staðið yfir í um 10 ár og hefst brottflutningur bandarískra hermanna í næsta mánuði. Áætlanir gera ráð fyrir að síðustu hermennirnir yfirgefi Afganistan árið 2014 þegar heimamenn taka alfarið við stjórn öryggismála.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×