Erlent

Sóðarnir sektaðir á staðnum

Að fleygja rusli á götur og torg er bannað samkvæmt lögum í Svíþjóð.
Fréttablaðið/Pjetur
Að fleygja rusli á götur og torg er bannað samkvæmt lögum í Svíþjóð. Fréttablaðið/Pjetur
Samkvæmt nýrri lagabreytingu sem tekið hefur gildi í Svíþjóð getur sá sem fleygir einnota flöskum og öðru rusli á götur og torg auk garða verið sektaður á staðnum. Upphæðin nemur 800 sænskum krónum eða jafnvirði 14.400 íslenskra króna.

„Ég vona og held að þetta leiði til þess að Svíþjóð verði hreinna land. Tilgangurinn er ekki sá að fólk eigi að greiða fjölda sekta, heldur að það hætti að fleygja frá sér rusli,“ segir Andreas Carlgren umhverfisráðherra.

Bannað hefur verið samkvæmt lögum að fleygja rusli úti á víðavangi í Svíþjóð en höfða þurfti mál gegn viðkomandi. Slíkt ferli þótti of flókið til þess að draga úr sóðaskapnum. - ibs




Fleiri fréttir

Sjá meira


×