Innlent

Heiðruðu minningu baráttukonunnar Bríetar

Kórinn Graduale Nobili, undir stjórn Jóns Stefánssonar söng tvö lög við athöfnina og Elsa Hrafnhildur flutti ræðu um líf og starf Bríetar. Mynd/Hugrún Halldórsdóttir
Kórinn Graduale Nobili, undir stjórn Jóns Stefánssonar söng tvö lög við athöfnina og Elsa Hrafnhildur flutti ræðu um líf og starf Bríetar. Mynd/Hugrún Halldórsdóttir
Elsa Hrafnhildur Yeoman, borgarfulltrúi Besta flokksins og forseti borgarstjórnar, lagði blómsveig á leiði Bríetar Bjarnhéðinsdóttur, kvenréttindakonu og bæjarfulltrúa, í Hólavallakirkjugarði á þriðja tímanum í dag til að heiðra minningu baráttukvenna fyrir kvenfrelsi, en Kvenréttindadagurinn er í dag, 19. júní.

Þetta er í fyrsta sinn sem borgin heiðrar Bríeti á þennan hátt. Bríet átti ríkan þátt í að koma á réttarbótum konum til handa og var í hópi fyrstu kvenna sem tóku sæti í bæjarstjórn Reykjavíkur árið 1908.

Fjölmargir voru viðstaddir athöfnina, þar á meðal borgarfulltrúarnir Dagur B. Eggertsson og Sóley Tómasdóttir, en það var hún sem lagði fram tillögu á síðasta ár um að Bríet yrði heiðruð með þessum hætti. Að lokinni athöfn hófst hátíðardagskrá á Hallveigarstöðum sem Kvenfélagasamband Íslands og fleiri kvennasamtök boðuðu til.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×