Erlent

Páfagarður aðstoðar fórnarlömb kynferðisbrota

Benedikt páfi.
Benedikt páfi. Mynd/AP
Páfagarður í Róm hyggst setja upp hjálparmiðstöð á netinu til að aðstoða fórnarlömb kynferðisbrota af hendi kirkjunnarþjóna. Þetta kemur fram á fréttasíðu BBC og er liður í viðleitni Páfagarðs til að takast á við þau hneyksli sem upp hafa komið.

Þá er rómversk kaþólska kirkjan að undirbúa umfangsmikla ráðstefnu um kynferðisbrot sem verður haldin í febrúar á næsta ári í Róm. Páfagarður hefur aukinheldur mælst til þess að biskupar í hverju landi setji sér starfsreglur til að berjast gegn brotum af þessu tagi.

Hjálparmiðstöðin á netinu á að leiðbeina kirkjunnar þjónum um hvernig eigi að bregðast við þegar tilkynnt er um kynferðisbrot, auk þess sem þar verða upplýsingar fyrir fórnarlömb á þýsku, ensku, frönsku, spænsku og ítölsku.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×