Hlutgervingarnir Bjartmar Þórðarson skrifar 27. janúar 2011 06:00 Í fjölmiðlum sjáum við á hverjum degi heimilisvini sem eru fyrir löngu orðnir hluti af tilveru okkar. Rappdónar og aðrir töffarar sem bera ekki virðingu fyrir neinu, beita ofbeldi og taka það sem þeir vilja. Kvendúkkur með fullkomið vaxtarlag og óbeislaða kynhvöt sem ekkert fær kæft. Þessar leikpersónur eiga það sameiginlegt að vera tálsýnir sem höfða til helstu veikleika okkar og selja okkur þannig ákveðinn lífsstíl. Þær eru holdtekjur þess sem við erum ekki. Engu að síður þrá fleiri en vilja viðurkenna það að uppfylla staðlana, að ýkja kvenleika sinn eða karlmennsku. Þessi þrá er löngun í að vera eftirsóknarverður og ósnertanlegur. Þrá eftir því að vera ekki mannlegur, heldur lýtalaust ofurmenni eða -kvendi. Því lengra sem við göngum í að uppfylla þessar væntingar, þeim mun stærri verður blekkingarvefurinn og þeim mun ómanneskjulegri verða samskipti fólks. Ef við hættum að vera raunverulegt fólk eru síðan líkur á því að aðrir fari að trúa lyginni. Og hvers vegna að fara vel að manneskju sem er ekki raunveruleg? Draumurinn um manneskjulegra þjóðfélag þar sem ofbeldi af öllum toga er fordæmt kallar á að við horfumst í augu við okkur sjálf. Við erum ekki hlutir, kynlífsdúkkur eða HeMan-kallar. Af hverju ekki að taka niður grímurnar og hætta að hlutgera okkur sjálf? Gæti slíkt mögulega verið fyrsta skrefið í áttina að því að hætta að hlutgera aðra? Hlutgerving manneskju er í beinni andstöðu við samkennd og því er baráttan gegn hlutgervingunni samofin baráttunni gegn kynbundnu ofbeldi. Líkami fatafellu er ekki óæðri eða leyfilegra skotmark kynferðisofbeldis en líkami húsmóður, sem er staðreynd sem dúkkuvæðingin reynir ötullega að láta okkur gleyma. Körlum eru síðan einnig settir óraunhæfir staðlar. Samkvæmt þeim er harka vald og eiga þeir að sýna það vald í verki - oft með skelfilegum afleiðingum fyrir bæði kynin. +++++++++++++++++ Öðlingurinn 2011 er vitundarvakning. Átakið stendur yfir í mánuð, frá bóndadeginum (21. janúar) til konudagsins (20. febrúar). Markmið þess er að stuðla að opinni umræðu um jafnrétti kynjanna á Íslandi. Nánar á heimasíðu átaksins, odlingurinn.is. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Öðlingurinn Mest lesið Aldursfordómar, síðasta sort Bjarni Þór Sigurðsson Skoðun Svona hafði háskólinn fé af sjúkum manni á tveimur sólarhringum Ögmundur Jónasson Skoðun Upp með olnbogana! Eliza Reid Skoðun Ísland 2035: Gervigreind fyrir betra líf og styttri vinnuviku Sigvaldi Einarsson Skoðun Billjón dollara hringavitleysa? Bjarni Herrera Skoðun Að missa sjón þó augun virki Inga María Ólafsdóttir Skoðun Fáum Elon Musk lánaðan í viku Davíð Bergmann Skoðun Rænum frá börnum og flestum skítsama Björn Ólafsson Skoðun Áföll og gamlar tuggur Gunnhildur Sveinsdóttir Skoðun Lokum.is Alma Hafsteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Áföll og gamlar tuggur Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Billjón dollara hringavitleysa? Bjarni Herrera skrifar Skoðun Svona hafði háskólinn fé af sjúkum manni á tveimur sólarhringum Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Þetta er allt í hausnum á þér! Er þetta eðlilegt? Karen Ösp Friðriksdóttir,Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Aldursfordómar, síðasta sort Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Kjaramál eru annað tungumál Þorsteins Skúla Bryndís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Lyf eru EKKI lausnin við svefnvanda Anna Birna Almarsdóttir skrifar Skoðun Fáum Elon Musk lánaðan í viku Davíð Bergmann skrifar Skoðun Á-stríðan og meðferðin Grétar Halldór Gunnarsson skrifar Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir – Rektor sem skapar nemendum tækifæri Birna Þórisdóttir skrifar Skoðun Valkostir í varnarmálum Tryggvi Hjaltason skrifar Skoðun Magnús Karl er trúverðugur talsmaður vísinda á Íslandi Hannes Jónsson skrifar Skoðun Rænum frá börnum og flestum skítsama Björn Ólafsson skrifar Skoðun Með opinn faðminn í 75 ár Guðni Tómasson skrifar Skoðun Kolbrún lætur verkin tala og fær mitt atkvæði Vanda Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Ísland 2035: Gervigreind fyrir betra líf og styttri vinnuviku Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Lokum.is Alma Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að komast frá mömmu og pabba Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Draumaskólinn – Skóli fyrir þig, ekki þú fyrir skólann Einar Mikael Sverrisson skrifar Skoðun Upp með olnbogana! Eliza Reid skrifar Skoðun Að missa sjón þó augun virki Inga María Ólafsdóttir skrifar Skoðun Flosi – sannur fyrirliði Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Því miður, atkvæði þitt fannst ekki Oddgeir Georgsson skrifar Skoðun Stigið fram af festu? Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Aðalvandamálið þegar þjónusta á íslensku er ekki í boði! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Óður til Grænlands Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Hetjusögur af óþekktum manni – Ég kýs Þorstein Skúla sem formann VR Sólveig Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Skrifræðismartröð í Hæðargarði Dóra Magnúsdóttir skrifar Skoðun Afstaða forsætisráðherra til varnar- og öryggismála mikið áhyggjuefni! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Sérhagsmunir Viðskiptablaðsins Högni Elfar Gylfason skrifar Sjá meira
Í fjölmiðlum sjáum við á hverjum degi heimilisvini sem eru fyrir löngu orðnir hluti af tilveru okkar. Rappdónar og aðrir töffarar sem bera ekki virðingu fyrir neinu, beita ofbeldi og taka það sem þeir vilja. Kvendúkkur með fullkomið vaxtarlag og óbeislaða kynhvöt sem ekkert fær kæft. Þessar leikpersónur eiga það sameiginlegt að vera tálsýnir sem höfða til helstu veikleika okkar og selja okkur þannig ákveðinn lífsstíl. Þær eru holdtekjur þess sem við erum ekki. Engu að síður þrá fleiri en vilja viðurkenna það að uppfylla staðlana, að ýkja kvenleika sinn eða karlmennsku. Þessi þrá er löngun í að vera eftirsóknarverður og ósnertanlegur. Þrá eftir því að vera ekki mannlegur, heldur lýtalaust ofurmenni eða -kvendi. Því lengra sem við göngum í að uppfylla þessar væntingar, þeim mun stærri verður blekkingarvefurinn og þeim mun ómanneskjulegri verða samskipti fólks. Ef við hættum að vera raunverulegt fólk eru síðan líkur á því að aðrir fari að trúa lyginni. Og hvers vegna að fara vel að manneskju sem er ekki raunveruleg? Draumurinn um manneskjulegra þjóðfélag þar sem ofbeldi af öllum toga er fordæmt kallar á að við horfumst í augu við okkur sjálf. Við erum ekki hlutir, kynlífsdúkkur eða HeMan-kallar. Af hverju ekki að taka niður grímurnar og hætta að hlutgera okkur sjálf? Gæti slíkt mögulega verið fyrsta skrefið í áttina að því að hætta að hlutgera aðra? Hlutgerving manneskju er í beinni andstöðu við samkennd og því er baráttan gegn hlutgervingunni samofin baráttunni gegn kynbundnu ofbeldi. Líkami fatafellu er ekki óæðri eða leyfilegra skotmark kynferðisofbeldis en líkami húsmóður, sem er staðreynd sem dúkkuvæðingin reynir ötullega að láta okkur gleyma. Körlum eru síðan einnig settir óraunhæfir staðlar. Samkvæmt þeim er harka vald og eiga þeir að sýna það vald í verki - oft með skelfilegum afleiðingum fyrir bæði kynin. +++++++++++++++++ Öðlingurinn 2011 er vitundarvakning. Átakið stendur yfir í mánuð, frá bóndadeginum (21. janúar) til konudagsins (20. febrúar). Markmið þess er að stuðla að opinni umræðu um jafnrétti kynjanna á Íslandi. Nánar á heimasíðu átaksins, odlingurinn.is.
Skoðun Þetta er allt í hausnum á þér! Er þetta eðlilegt? Karen Ösp Friðriksdóttir,Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Aðalvandamálið þegar þjónusta á íslensku er ekki í boði! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hetjusögur af óþekktum manni – Ég kýs Þorstein Skúla sem formann VR Sólveig Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Afstaða forsætisráðherra til varnar- og öryggismála mikið áhyggjuefni! Ole Anton Bieltvedt skrifar