Erlent

Þorp rýmt vegna elds í togara

Togarinn Athena í björtu báli. Skjáskot af heimasíðu Færeyska útvarpsins.
Togarinn Athena í björtu báli. Skjáskot af heimasíðu Færeyska útvarpsins.
Fimmtánhundruð íbúar hafa verið fluttir frá færeyska bænum Runavik þar sem risatogari liggur brennandi við bryggjuna. Yfirvöld óttast að skipið kunni að springa í loft upp auk þess sem eitraðan reyk leggur frá því. Togarinn Athena er hin mesta óhappafleyta.

Þetta er í þriðja skipti sem kviknar í honum og hann var einmitt til viðgerðar í Runavik vegna eldsvoða á síðasta ári. Búist er við að íbúarnir fái að snúa aftur til síns heima síðar í dag, en að það muni taka nokkra daga að komast fyrir eldinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×