Veita milljónir í forvarnir gegn ofbeldi 21. desember 2011 07:00 Vitundarvakning gegn kynferðislegu ofbeldi gegn börnum hefst á næsta ári og verður farið í alla grunnskóla. Ríkið ætlar að verja 25 milljónum króna í vitundarvakningu gegn kynferðislegu ofbeldi á næsta ári. Öll börn í öðrum og tíunda bekk fá fræðslu, sem og kennarar og annað starfsfólk skóla. Öll börn í öðrum og tíunda bekk í grunnskólum landsins fá fræðslu um kynferðislegt ofbeldi í skólanum á næsta ári. Alþingi samþykkti við þriðju umræðu fjárlaga að veita 25 milljónum króna í vitundarvakningu á árinu. UNICEF á Íslandi hefur bent á það að enginn aðili fari með forvarnir gegn kynferðislegu ofbeldi gegn börnum á Íslandi, eins og Fréttablaðið greindi frá fyrir stuttu. Halla Gunnarsdóttir, aðstoðarmaður Ögmundar Jónassonar innanríkisráðherra, tekur undir með framkvæmdastjóra UNICEF og segir litlu fé hafa verið varið í forvarnir gegn kynferðisofbeldi. Sérstaklega ef miðað er við þá ógn sem ofbeldið sé við líf og heilsu barna og kvenna. Ísland er aðili að sáttmála Evrópuráðsins um varnir gegn kynferðislegri misnotkun og misneytingu á börnum. „Einn hluti sáttmálans er að standa fyrir vitundarvakningu um kynferðislegt ofbeldi gegn börnum. Síðasta vetur fór óformlegur samráðshópur innanríkisráðuneytis, menntamálaráðuneytis og velferðarráðuneytis yfir það hvernig mætti standa að þessu hér á landi,“ segir Halla. Niðurstaða þess hóps var að taka ekki hrátt upp efni sem Evrópuráðið býður upp á í þessum tilgangi. „Þrátt fyrir allt erum við hér komin töluvert lengra í vitundarvakningu en til dæmis Mið- og Suður-Evrópulönd.“ Samráðshópurinn hélt fundi með öllum þeim aðilum sem komið hafa að forvörnum gegn kynferðisofbeldi gegn börnum. „Þetta hefur mest verið á hendi frjálsra félagasamtaka svo það hefur verið dálítið tilviljanakennt hvaða börn fá fræðslu og hver ekki. Við vildum taka á þessu.“ Átakið verður að mestu framkvæmt í gegnum skólana. „Hugmyndin er að því verði komið fyrir að öll börn fái fræðslu í einhverjum ákveðnum árgöngum. Við erum að horfa á annan og tíunda bekk nú. Þetta er eitt pínulítið skref í byrjun, auðvitað á þetta að vera samþætt inn í alla fræðslu í grunnskólum. En það hefur sýnt sig að skólarnir eru misvel búnir til að takast á við slíka fræðslu. Þar er ekki við skólana sjálfa að sakast, þetta hefur ekki verið svo mikið áhersluatriði. Við erum því að fara fetið í þessa átt.“ Til að byrja með verður brúðuleikhús Blátt áfram notað sem fræðsluefni í öðrum bekk, en verið er að setja saman teymi sem mun sjá um fræðslu fyrir tíunda bekk og starfsfólk skóla. thorunn@frettabladid.is Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Tvær á toppnum Innlent Annarri ákærunni formlega vísað frá Erlent Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Innlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Fleiri fréttir Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Sjá meira
Ríkið ætlar að verja 25 milljónum króna í vitundarvakningu gegn kynferðislegu ofbeldi á næsta ári. Öll börn í öðrum og tíunda bekk fá fræðslu, sem og kennarar og annað starfsfólk skóla. Öll börn í öðrum og tíunda bekk í grunnskólum landsins fá fræðslu um kynferðislegt ofbeldi í skólanum á næsta ári. Alþingi samþykkti við þriðju umræðu fjárlaga að veita 25 milljónum króna í vitundarvakningu á árinu. UNICEF á Íslandi hefur bent á það að enginn aðili fari með forvarnir gegn kynferðislegu ofbeldi gegn börnum á Íslandi, eins og Fréttablaðið greindi frá fyrir stuttu. Halla Gunnarsdóttir, aðstoðarmaður Ögmundar Jónassonar innanríkisráðherra, tekur undir með framkvæmdastjóra UNICEF og segir litlu fé hafa verið varið í forvarnir gegn kynferðisofbeldi. Sérstaklega ef miðað er við þá ógn sem ofbeldið sé við líf og heilsu barna og kvenna. Ísland er aðili að sáttmála Evrópuráðsins um varnir gegn kynferðislegri misnotkun og misneytingu á börnum. „Einn hluti sáttmálans er að standa fyrir vitundarvakningu um kynferðislegt ofbeldi gegn börnum. Síðasta vetur fór óformlegur samráðshópur innanríkisráðuneytis, menntamálaráðuneytis og velferðarráðuneytis yfir það hvernig mætti standa að þessu hér á landi,“ segir Halla. Niðurstaða þess hóps var að taka ekki hrátt upp efni sem Evrópuráðið býður upp á í þessum tilgangi. „Þrátt fyrir allt erum við hér komin töluvert lengra í vitundarvakningu en til dæmis Mið- og Suður-Evrópulönd.“ Samráðshópurinn hélt fundi með öllum þeim aðilum sem komið hafa að forvörnum gegn kynferðisofbeldi gegn börnum. „Þetta hefur mest verið á hendi frjálsra félagasamtaka svo það hefur verið dálítið tilviljanakennt hvaða börn fá fræðslu og hver ekki. Við vildum taka á þessu.“ Átakið verður að mestu framkvæmt í gegnum skólana. „Hugmyndin er að því verði komið fyrir að öll börn fái fræðslu í einhverjum ákveðnum árgöngum. Við erum að horfa á annan og tíunda bekk nú. Þetta er eitt pínulítið skref í byrjun, auðvitað á þetta að vera samþætt inn í alla fræðslu í grunnskólum. En það hefur sýnt sig að skólarnir eru misvel búnir til að takast á við slíka fræðslu. Þar er ekki við skólana sjálfa að sakast, þetta hefur ekki verið svo mikið áhersluatriði. Við erum því að fara fetið í þessa átt.“ Til að byrja með verður brúðuleikhús Blátt áfram notað sem fræðsluefni í öðrum bekk, en verið er að setja saman teymi sem mun sjá um fræðslu fyrir tíunda bekk og starfsfólk skóla. thorunn@frettabladid.is
Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Tvær á toppnum Innlent Annarri ákærunni formlega vísað frá Erlent Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Innlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Fleiri fréttir Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Sjá meira