Framsóknarmerkið tilvísun í þjóðrembu Jónasar frá Hriflu 11. nóvember 2011 11:59 Goddur og Framsóknarmerkið. "Nú er komið fram ný útgáfa af merki framsóknarflokksins með yfirskriftinni "Ísland í vonanna birtu. Þar er rísandi sól með íslenskan fánaborða fyrir aftan kornmerki um akuryrkjuna sem er meira tákn fyrir erlenda bændur en íslenska og bein tilvísun í þýska og rússneska bændamenningu sem fjölmörg dæmi eru um." Svona skrifar Guðmundur Oddur Magnússon, eða Goddur eins og hann er kallaður, á Facebook-síðu sína, en þar greinir hann nýtt merki Framsóknarflokksins. Hann starfar sem prófessor við Listaháskólann. Hann fer víða í greiningu sinni, sem hann birtir ellefu mínútur yfir ellefu. En í dag er 11.11.11. Orðrétt skrifar Goddur: "Þegar litið er til baka var helsti merkisberi hugmyndafræði þjóðernishyggjunnar Jónas frá Hriflu. Það sést m.a. á deilum listamanna og Jónasar sem veitti menntamálaráði forystu rétt fyrir seinni heimstyrjöld. Jónas hafði nákvæmlega sama fagurfræðilega smekk og Hitler, Mussolini og Stalín sem var bóndasonur og kom gífurlegu óorði á alþjóðahyggjuna. Þeir notuðu allir samskonar myndmál. Þeir höfu allir samskonar hirðarkitekta, hirðmálara, hirðskáld og hirðhöggmyndagerðarmenn. Þetta er allt sama ættin. Þeir voru allir á móti alþjóðlegu myndmáli og héldu allir háðsýningar á þannig listaverkum sem þeir töldu til úrkynjunnar." Goddur lýsir því þegar hann fór á Jónasarvöku þar sem gjafir Jónasar til skólans á Laugarvatni voru til sýnis. Goddur segir að þar hafi verið að finna þýska verðlaunapeninga, "Ernir og fálkar, útskornir munir eftir Ríkharð Jónson og verk eftir Einar Jónsson eins og "fæðingu sálar" sem hefur swastikuna sem grunnform. Sem sagt allt táknmyndir sem nasistar notuðu," skrifar Goddur. Goddur segir að það sé ekki hægt að segja ekki neitt í myndmáli. "Allt sem er sett í merki eða myndir segir eitthvað. Það fer ekkert á milli mála að þetta er tilvísun í hugmyndafræði framsóknarflokks Jónasar og hans tíðaranda þjóðrembunnar. Það er hættuleg tímaskekkja," skrifar Goddur um merki Framsóknarflokksins. Hann áréttar þó að lokum að sjálfur hafi hann fæðst inn í flokkinn. "Afi minn var mikill ungmennafélagsmaður og samvinnuhugsjónamaður. Þar voru á ferðinni mörg tímalaus gildi. Betur færi á því að framsóknarmenn endurreistu samvinnuhugsjónina, endurvektu kaupfélögin til að selja lífrækt ræktaða vöru og hættu að eitra íslenska fósturmold með verksmiðjuframleiddum áburði, úrkynja íslenskt kúakyn með verksmiðjufjósum og selja sykraðar mjólkuvörur fyrir börn. Þá væri einhver framtíðarvon og framtíðarbirta fyrir flokkinn." Goddur er annar háskólakennarinn sem segir Framsókn daðra við þjóðerniskennda hugmyndafræði. Þannig var Eiríkur Bergmann, prófessor við Bifröst, gagnrýndur harðleg á dögunum af flokksmönnum Framsóknarflokksins. Hér má svo lesa athyglisverða grein Godds. Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira
"Nú er komið fram ný útgáfa af merki framsóknarflokksins með yfirskriftinni "Ísland í vonanna birtu. Þar er rísandi sól með íslenskan fánaborða fyrir aftan kornmerki um akuryrkjuna sem er meira tákn fyrir erlenda bændur en íslenska og bein tilvísun í þýska og rússneska bændamenningu sem fjölmörg dæmi eru um." Svona skrifar Guðmundur Oddur Magnússon, eða Goddur eins og hann er kallaður, á Facebook-síðu sína, en þar greinir hann nýtt merki Framsóknarflokksins. Hann starfar sem prófessor við Listaháskólann. Hann fer víða í greiningu sinni, sem hann birtir ellefu mínútur yfir ellefu. En í dag er 11.11.11. Orðrétt skrifar Goddur: "Þegar litið er til baka var helsti merkisberi hugmyndafræði þjóðernishyggjunnar Jónas frá Hriflu. Það sést m.a. á deilum listamanna og Jónasar sem veitti menntamálaráði forystu rétt fyrir seinni heimstyrjöld. Jónas hafði nákvæmlega sama fagurfræðilega smekk og Hitler, Mussolini og Stalín sem var bóndasonur og kom gífurlegu óorði á alþjóðahyggjuna. Þeir notuðu allir samskonar myndmál. Þeir höfu allir samskonar hirðarkitekta, hirðmálara, hirðskáld og hirðhöggmyndagerðarmenn. Þetta er allt sama ættin. Þeir voru allir á móti alþjóðlegu myndmáli og héldu allir háðsýningar á þannig listaverkum sem þeir töldu til úrkynjunnar." Goddur lýsir því þegar hann fór á Jónasarvöku þar sem gjafir Jónasar til skólans á Laugarvatni voru til sýnis. Goddur segir að þar hafi verið að finna þýska verðlaunapeninga, "Ernir og fálkar, útskornir munir eftir Ríkharð Jónson og verk eftir Einar Jónsson eins og "fæðingu sálar" sem hefur swastikuna sem grunnform. Sem sagt allt táknmyndir sem nasistar notuðu," skrifar Goddur. Goddur segir að það sé ekki hægt að segja ekki neitt í myndmáli. "Allt sem er sett í merki eða myndir segir eitthvað. Það fer ekkert á milli mála að þetta er tilvísun í hugmyndafræði framsóknarflokks Jónasar og hans tíðaranda þjóðrembunnar. Það er hættuleg tímaskekkja," skrifar Goddur um merki Framsóknarflokksins. Hann áréttar þó að lokum að sjálfur hafi hann fæðst inn í flokkinn. "Afi minn var mikill ungmennafélagsmaður og samvinnuhugsjónamaður. Þar voru á ferðinni mörg tímalaus gildi. Betur færi á því að framsóknarmenn endurreistu samvinnuhugsjónina, endurvektu kaupfélögin til að selja lífrækt ræktaða vöru og hættu að eitra íslenska fósturmold með verksmiðjuframleiddum áburði, úrkynja íslenskt kúakyn með verksmiðjufjósum og selja sykraðar mjólkuvörur fyrir börn. Þá væri einhver framtíðarvon og framtíðarbirta fyrir flokkinn." Goddur er annar háskólakennarinn sem segir Framsókn daðra við þjóðerniskennda hugmyndafræði. Þannig var Eiríkur Bergmann, prófessor við Bifröst, gagnrýndur harðleg á dögunum af flokksmönnum Framsóknarflokksins. Hér má svo lesa athyglisverða grein Godds.
Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira