Vilja lægra bjórverð svo gestir komi fyrr 11. ágúst 2011 08:00 Gullið flæðir á Enska barnum. Elva Dröfn Sigurjónsdóttir dælir hér Gulli í hádeginu í gær á Enska barnum. Eigandinn segir að með hækkandi áfengisverði komi gestir seinna og jafnvel ölvaðri en áður. fréttablaðið/valli Arnar Þór Gíslason Félag kráareigenda leggur til að veitingastaðir fái bjór og léttvín á sérkjörum svo að hægt verði að bjóða upp á slíkar veigar á hagstæðu verði. Arnar Þór Gíslason, sem rekur Enska barinn, Dönsku krána og Oliver, segir að með þessu móti mætti bæta vínmenningu landans og minnka álag hjá lögreglunni. „Með þessum breytingum myndi kúnninn fara fyrr út og þá fyrr heim líka,“ segir hann. „Þar að auki myndi ungt fólk læra að drekka þessa drykki í stað þess að drekka landa, en neyslan á honum eykst með hækkandi áfengisverði. Þá myndi líka ungt fólk drekka minna af sterku áfengi.“ Hann segir, líkt og Óli Már Ólason, annar eigenda Vegamóta, að eftir að áfengisverð hækkaði í kjölfar efnahagshrunsins komi fólk síðar á veitingastaðina og krárnar og sé jafnframt ölvaðra þar sem það sitji lengur við drykkju í heimahúsum. ÁTVR heyrir undir fjármálaráðuneytið og segir Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra að hann hafi ekki heyrt neinar hugmyndir í þessum toga og myndi vilja fá frekari rökstuðning fyrir þeim áður en hann tjái sig um þær. Ívar J. Arndal, forstjóri ÁTVR, vildi heldur ekki tjá sig um þessar hugmyndir. Arnar Þór er vongóður um að þessi breyting nái fram að ganga jafnvel þó að hingað til hafi ekki verið tekið mikið tillit til óska veitingamanna. Hann segir enn fremur að Reykjavíkurborg mætti hafa meira samráð við kráareigendur áður en ákvarðanir séu teknar, til dæmis hafi Félag kráareigenda verið tilbúið til að stytta afgreiðslutímann um eina klukkustund á föstudags- og laugardagskvöldum gegn því að fá að hafa opið til klukkan tvö á fimmtudögum. „Við vorum ekkert að falast eftir því að fá að selja áfengi eftir klukkan eitt en við töldum það gæfulegra ef gestir gætu fengið að sitja inni hjá okkur til klukkan tvö, þá gæti þeir klárað í rólegheitunum án þess að þurfa að skvetta þessu í sig áður en þeim er gert að yfirgefa staðinn. Þessi breyting hefði líka komið sér vel fyrir lögregluna en vegna vaktaskipulagsins hentar þeim illa að fá holskefluna klukkan eitt.“ jse@frettabladid.isSteingrímur J. Sigfússon Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Innlent Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Erlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent Fleiri fréttir Jarðakaup fjárfesta ógn við matvælaöryggi og nýtt húsnæði Stuðla Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Fundi frestað hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld „Þetta er óhjákvæmilegur meðafli“ Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Bein útsending: Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Lokahönd lögð á kjarasamning lækna í Karphúsinu og Kappleikar í kvöld Þúsundir áhugasamra sjálfboðaliða en engin formleg lögreglurannsókn HR-ingar spyrja frambjóðendur spjörunum úr Segir Miðflokksmönnum að „gráta minna og brosa meira“ Segja allt of mikið gert úr hneykslismálum stjórnmálamanna Súðavíkurnefnd skipuð og hefur ár til að skila niðurstöðum Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Sjá meira
Arnar Þór Gíslason Félag kráareigenda leggur til að veitingastaðir fái bjór og léttvín á sérkjörum svo að hægt verði að bjóða upp á slíkar veigar á hagstæðu verði. Arnar Þór Gíslason, sem rekur Enska barinn, Dönsku krána og Oliver, segir að með þessu móti mætti bæta vínmenningu landans og minnka álag hjá lögreglunni. „Með þessum breytingum myndi kúnninn fara fyrr út og þá fyrr heim líka,“ segir hann. „Þar að auki myndi ungt fólk læra að drekka þessa drykki í stað þess að drekka landa, en neyslan á honum eykst með hækkandi áfengisverði. Þá myndi líka ungt fólk drekka minna af sterku áfengi.“ Hann segir, líkt og Óli Már Ólason, annar eigenda Vegamóta, að eftir að áfengisverð hækkaði í kjölfar efnahagshrunsins komi fólk síðar á veitingastaðina og krárnar og sé jafnframt ölvaðra þar sem það sitji lengur við drykkju í heimahúsum. ÁTVR heyrir undir fjármálaráðuneytið og segir Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra að hann hafi ekki heyrt neinar hugmyndir í þessum toga og myndi vilja fá frekari rökstuðning fyrir þeim áður en hann tjái sig um þær. Ívar J. Arndal, forstjóri ÁTVR, vildi heldur ekki tjá sig um þessar hugmyndir. Arnar Þór er vongóður um að þessi breyting nái fram að ganga jafnvel þó að hingað til hafi ekki verið tekið mikið tillit til óska veitingamanna. Hann segir enn fremur að Reykjavíkurborg mætti hafa meira samráð við kráareigendur áður en ákvarðanir séu teknar, til dæmis hafi Félag kráareigenda verið tilbúið til að stytta afgreiðslutímann um eina klukkustund á föstudags- og laugardagskvöldum gegn því að fá að hafa opið til klukkan tvö á fimmtudögum. „Við vorum ekkert að falast eftir því að fá að selja áfengi eftir klukkan eitt en við töldum það gæfulegra ef gestir gætu fengið að sitja inni hjá okkur til klukkan tvö, þá gæti þeir klárað í rólegheitunum án þess að þurfa að skvetta þessu í sig áður en þeim er gert að yfirgefa staðinn. Þessi breyting hefði líka komið sér vel fyrir lögregluna en vegna vaktaskipulagsins hentar þeim illa að fá holskefluna klukkan eitt.“ jse@frettabladid.isSteingrímur J. Sigfússon
Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Innlent Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Erlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent Fleiri fréttir Jarðakaup fjárfesta ógn við matvælaöryggi og nýtt húsnæði Stuðla Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Fundi frestað hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld „Þetta er óhjákvæmilegur meðafli“ Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Bein útsending: Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Lokahönd lögð á kjarasamning lækna í Karphúsinu og Kappleikar í kvöld Þúsundir áhugasamra sjálfboðaliða en engin formleg lögreglurannsókn HR-ingar spyrja frambjóðendur spjörunum úr Segir Miðflokksmönnum að „gráta minna og brosa meira“ Segja allt of mikið gert úr hneykslismálum stjórnmálamanna Súðavíkurnefnd skipuð og hefur ár til að skila niðurstöðum Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Sjá meira