Sér Ólaf í Karli 14. júní 2011 13:11 Biskup Íslands, Karl Sigurbjörnsson, og Geir Waage ræðast við í Biskupsstofu um vandræði kirkju. Myndin var valin fréttamynd ársins á síðasta ári. Mynd/GVA Ólöf Pitt Jónsdóttir, eitt fórnarlamba Ólafs Skúlasonar, segist sjá Ólaf í Karli Sigurbjörnssyni. Hún segir Karl ekki tala af einlægni í biskupsmálinu svokallaða. Ólöf vill að Karl láti nú þegar af embætti biskups. Séra Ólafur áreitti Ólöfu nokkrum sinnum fyrir tæpum 30 árum. Hún steig fram á síðasta ári og sagði frá áreitinu. Ólöf segist lengi hafa efast hvort hún ætti að greina frá samskiptum sínum og Ólafs sem hún segist hafa treyst á sínum tíma.Vildi horfa framan í Karl Kirkjuþing kom saman í morgun til að ræða um skýrslu rannsóknarnefndarinnar þar sem farið er fyrir biskupsmálið og viðbrögð kirkjunnar tilgreind. Þingið er öllum opið og meðal þeirra sem fylgjast með þinginu er Ólöf. „Ég vildi horfa framan í biskup," segir Ólöf aðspurð af hverju hún hafi ákveðið að fylgjast með störfum kirkjuþings. Hún segist ekki hafa trúað Karli þegar hann fjallaði um skýrsluna í morgun. Auk þess fannst henni Karl standa með Ólafi. „Mér fannst hann ekki iðrast." Einlægni hafi skort í ræðu Karls. Ólöf segist hafa beðið eftir því að Karl segði af sér.Nafn Ólafs kallaði fram tár Ólöf táraðist í setningarræðu Péturs Kr. Hafsteins, forseta kirkjuþings, og þurfti að yfirgefa salinn um stund. Í samtali við fréttamann segir Ólöf að nafn Ólafs hafi kallað fram þessi viðbrögð. Hún eigi erfitt með að heyra nafn hans því hún sjá meðal annars fyrir sér hvar áreitið fór fram. Ólöf segir þessar tilfinningar hafa aukist eftir að hún fór markvisst að vinna með reynslu sína á síðasta ári.Áhorfendur á kirkjuþingi í morgun. Ólöf Pitt Jónsdóttir sést hér á miðju bekk lengst til hægri. Við hlið hennar situr séra Sigríður Guðmarsdóttir.Ólöf segist ekki sjá eftir að hafa mætt á kirkjuþingið þó hún hafi orðið fyrir miklum vonbrigðum með Karl og hans ræðu. Hún finni fyrir hlýhug frá mörgum líkt og á fundi í Vídalínskirkju í Garðabæ í lok ágúst á síðasta ári. Þá hittu tugir presta Ólöfu og tvær aðrar konur sem séra Ólafur braut gegn. Ekki hafa þó allir sýnt Ólöfu hlýhug. Í samtali við fréttmann rifjar Ólöf upp ferð hennar í Hagkaup nýverið þar sem tvær konur, sem hún þekkir til, veittust að henni og höfðu upp stór orð í hennar garð. Konurnar vildu vita af hverju Ólöf hefði ákveðið að bíða þetta lengi með að segja frá áreiti séra Ólafs. Auk þess höfðu þær á orði að Ólöf hefði einungis stigið fram til að fá athygli, samúð og peninga. Mest lesið Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Innlent Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Innlent Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Innlent Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Innlent „Vladímír, HÆTTU!“ Erlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Innlent Fleiri fréttir Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Þýskur kafbátur við Sundahöfn Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Norðurlandamót í hermiakstri haldið á Íslandi „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Fangelsin sprungin og skoðunarferð um herskip Skólarnir í eina sæng Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Kennarar fagna því að flétta eigi kynjafræði inn í allar greinar Byrja að sekta þremur vikum eftir lok nagladekkjatímabilsins Ný öryggisúrræði taki við hjá „hættulegum“ föngum eftir afplánun Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Segir undarlegt að grunaðir nauðgarar gangi lausir Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Sjá meira
Ólöf Pitt Jónsdóttir, eitt fórnarlamba Ólafs Skúlasonar, segist sjá Ólaf í Karli Sigurbjörnssyni. Hún segir Karl ekki tala af einlægni í biskupsmálinu svokallaða. Ólöf vill að Karl láti nú þegar af embætti biskups. Séra Ólafur áreitti Ólöfu nokkrum sinnum fyrir tæpum 30 árum. Hún steig fram á síðasta ári og sagði frá áreitinu. Ólöf segist lengi hafa efast hvort hún ætti að greina frá samskiptum sínum og Ólafs sem hún segist hafa treyst á sínum tíma.Vildi horfa framan í Karl Kirkjuþing kom saman í morgun til að ræða um skýrslu rannsóknarnefndarinnar þar sem farið er fyrir biskupsmálið og viðbrögð kirkjunnar tilgreind. Þingið er öllum opið og meðal þeirra sem fylgjast með þinginu er Ólöf. „Ég vildi horfa framan í biskup," segir Ólöf aðspurð af hverju hún hafi ákveðið að fylgjast með störfum kirkjuþings. Hún segist ekki hafa trúað Karli þegar hann fjallaði um skýrsluna í morgun. Auk þess fannst henni Karl standa með Ólafi. „Mér fannst hann ekki iðrast." Einlægni hafi skort í ræðu Karls. Ólöf segist hafa beðið eftir því að Karl segði af sér.Nafn Ólafs kallaði fram tár Ólöf táraðist í setningarræðu Péturs Kr. Hafsteins, forseta kirkjuþings, og þurfti að yfirgefa salinn um stund. Í samtali við fréttamann segir Ólöf að nafn Ólafs hafi kallað fram þessi viðbrögð. Hún eigi erfitt með að heyra nafn hans því hún sjá meðal annars fyrir sér hvar áreitið fór fram. Ólöf segir þessar tilfinningar hafa aukist eftir að hún fór markvisst að vinna með reynslu sína á síðasta ári.Áhorfendur á kirkjuþingi í morgun. Ólöf Pitt Jónsdóttir sést hér á miðju bekk lengst til hægri. Við hlið hennar situr séra Sigríður Guðmarsdóttir.Ólöf segist ekki sjá eftir að hafa mætt á kirkjuþingið þó hún hafi orðið fyrir miklum vonbrigðum með Karl og hans ræðu. Hún finni fyrir hlýhug frá mörgum líkt og á fundi í Vídalínskirkju í Garðabæ í lok ágúst á síðasta ári. Þá hittu tugir presta Ólöfu og tvær aðrar konur sem séra Ólafur braut gegn. Ekki hafa þó allir sýnt Ólöfu hlýhug. Í samtali við fréttmann rifjar Ólöf upp ferð hennar í Hagkaup nýverið þar sem tvær konur, sem hún þekkir til, veittust að henni og höfðu upp stór orð í hennar garð. Konurnar vildu vita af hverju Ólöf hefði ákveðið að bíða þetta lengi með að segja frá áreiti séra Ólafs. Auk þess höfðu þær á orði að Ólöf hefði einungis stigið fram til að fá athygli, samúð og peninga.
Mest lesið Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Innlent Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Innlent Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Innlent Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Innlent „Vladímír, HÆTTU!“ Erlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Innlent Fleiri fréttir Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Þýskur kafbátur við Sundahöfn Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Norðurlandamót í hermiakstri haldið á Íslandi „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Fangelsin sprungin og skoðunarferð um herskip Skólarnir í eina sæng Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Kennarar fagna því að flétta eigi kynjafræði inn í allar greinar Byrja að sekta þremur vikum eftir lok nagladekkjatímabilsins Ný öryggisúrræði taki við hjá „hættulegum“ föngum eftir afplánun Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Segir undarlegt að grunaðir nauðgarar gangi lausir Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Sjá meira