Erlent

Frambjóðendur repúblikana gagnrýndu Obama

Michele Bachmann, Newt Gingrich og Mitt Romney. Michele er eina konan sem lýst hefur yfir framboði.
Michele Bachmann, Newt Gingrich og Mitt Romney. Michele er eina konan sem lýst hefur yfir framboði. Mynd/AP
Kosningabarátta Rebúblikanaflokksins vegna forsetakosninganna í Bandaríkjunum 2012 hófst í gærkvöld þegar fram fóru sjónvarpskappræður þar sem núverandi forseti var harðlega gagnrýndur.

Sjö repúblikanar mættust í gærkvöld í sjónvarpskappræðum í New Hampshire og biðu ekki boðana og gagnrýndu núverandi foresta og demókratann Barack Obama harkalega. Með kappræðunum hófst formlega baráttann um hver það verður sem leiðir Rebúblikanaflokksins í forsetaskosningunum 2012.

Frambjóðendurnir eyddu miklu púðri í að ræða um áherslur Obama í efnahags- og heilbrigðismálum - og kepptust í raun um að tala illa um forsetann. Mitt Romney, fyrrverandi ríkisstjóri í Massachusetts og sá frambjóðandi sem nýtur mest stuðnings meðal repúblikana í skoðanakönnunum, sagði að Obama hefði brugðist Bandaríkjamönnum. Romney hefur þó legið undir ámæli að hafa staðið að breytingum í heilbrigðismálum í Massachusetts, uppstokkun sem demókratar höfðu til hliðsjónar þegar umfangsmiklar breytingar voru gerðar á bandaríska heilbrigðiskerfinu.

Næst á eftir Romney í skoðanakönnunum koma Sarah Palin, fyrrverandi ríkisstjóri í Alsaka og varaforsetaefni, og Rudy Giuliani, fyrrverandi borgarstjóri New York. Þau hafa þó ekki lýst yfir framboði og tóku þar af leiðandi ekki þátt í kappræðunum í gærkvöld.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×