Erlent

Réttað yfir fyrrverandi forseta Túnis

Ben Ali sést hér með eiginkonu sinni. Þau eru sögð hafa stolið miklum fjármunum á meðan Ben Ali var við völd sem og skömmu áður en þau flúðu land.
Ben Ali sést hér með eiginkonu sinni. Þau eru sögð hafa stolið miklum fjármunum á meðan Ben Ali var við völd sem og skömmu áður en þau flúðu land. Mynd/AP
Réttarhöld yfir Zine Ben Ali, fyrrverandi forseta Túnis, hefjast í næstu viku. Bráðabirgðar forsætisráðherra landsins segir að Ben Ali verðI ekki viðstaddur réttarhöldin en hann flúði ásamt fjölskyldu sinni til Saudi-Arabíu í janúar eftir umfangsmikil mótmæli í Túnis.

Forsetinn fyrrverandi er ásakaður er um að hafa staðið fyrir morðum á mótmælendum og stolið háum fjármuni úr opinberum sjóðum. Allt lítur út fyrir að Sádar ætli ekki að framselja  Ben Ali til Túnis.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×