Erlent

Harðskeyttir hakkarar

Brotist var inn í tölvukerfi öldungadeildar bandaríska þingsins.
Brotist var inn í tölvukerfi öldungadeildar bandaríska þingsins.
Tölvuþrjótar hafa verið athafnasamir undanfarna daga og ráðist á tölvukerfi og heimasíður fjölmargra fyrirtækja og opinbera stofnana.

Tilgangur tölvuþrjóta eða tölvuhakkara getur verið að margvíslegum toga eða allt frá því að stela upplýsingum, vinna skemmdarverk, hagnast og að senda ákveðin skilaboð og það jafnvel af pólitískum toga.

Sérfræðingar á sviði tölvuöryggismála hafa haft í nógu að snúast síðustu daga en tölvuhakkarar hafa meðal annars brotist inn í tölvukerfi Alþjóðagjaldeyrissjóðsins og öldungadeildar bandaríska þingsins auk þess sem ráðist var á vef embættis spænska ríkislögreglustjórans um helgina.

Árásirnar á tölvukerfi AGS og öldungardeilarinnar flokkast sem alvarlegar og allt lítur út fyrir að tölvuþrjótum hafi tekist að stela þaðan gögnum. Að minnsta kosti hefur hópur tölvuhakkara, sem kallar sig Lulz Security, birt sýnishorn af gögnum sem þeir segjast hafa sótt úr tölvukerfi bandarísku öldunardeildarinnar. Ekki liggur fyrir á þessu stigi málsins hvað hópurinn ætlar að gera með gögnin en hann hefur gagnrýnt bandarísk stjórnvöld. Áður hefur hópurinn ráðist á vefsíður Sony, Nintendo og Fox sjónvarpsstöðvarinnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×