Erlent

Heilsu danskra karlmanna hrakar

Mynd úr safni
Heilsu danskra karlmanna hrakar samanborið við kynbræður þeirra í öðrum Evrópulöndum. Þeir hafa þyngst að meðaltali meira en aðrir á undanförnum árum og þá hefur tíðni sykursýki 2, sem einnig er kölluð fullorðinssykursýki, aukist meðal danskra karlmanna.

Þetta kemur fram í nýrri rannsókn Evrópusambandsins og fjallað er um á vef á danskra dagblaðsins Berlingske Tidende í dag. Þar er haft eftir formanni félags um bættan lífsstíl að danskar konur hugi betur að heilsunni og af þeim sökum greinist veikindi kvenna oft mun fyrr en hjá körlum sem að auki reyki og drekki áfengi í mun meira mæli en konur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×