Erlent

Aska truflar flugumferð í Afríku

Myndin er frá því eldgosinu í Grímsvötnum en þá varð mikið öskufall.
Myndin er frá því eldgosinu í Grímsvötnum en þá varð mikið öskufall. Mynd/Róbert Þór
Aska frá eldfjalli í Eritreu truflar nú flugumferð í norðausturhluta Afríku og er þýska flugfélagið Lufthansa meðal þeirra flugfélaga sem hafa þurft að fella niður flug. Elfjallið byrjaði að gjósa í gær en um 150 ár eru frá seinasta gosi.

Samkvæmt Reuters fréttastofunni nær öskustrókurinn upp í tæplega 14 kílómetra hæð. Enn sem komið er hefur eldgosið ekki haft umtalsverð áhrif á flugumferð en snúist vindáttinn getur það hæglega breyst.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×