Erlent

Fukushima-kjarnorkuverið á sama hættustigi og Tsjernobyl-verið

Fukushima-verið.
Fukushima-verið.
Viðvörunarstig kjarnorkuversins í Fukushima í Japan hefur verið hækkað upp í sjöunda stig vegna leka úr verinu. Ekkert annað kjarnorkuver hefur hækkað viðvörunarstigið svo hátt nema verið í Tsjernobyl sem að lokum bræddi úr sér.

Japönsk yfirvöld tilkynntu í morgun að þeir myndu hækkað viðvörunarstigið upp í efsta mögulega þrepið. Að sögn eftirlitsaðila hefur það meðal annars verið gert vegna áhrifa geislavirkni á vatn og matvæli í kringum verið.

Þrátt fyrir að lekinn úr kjarnorkuverinu sé nú aðeins tíu prósent af því sem að lokum varð raunin í hinu alræmda Tsjernobyl-slysi á níunda áratugnum, þá telja eftirlitsaðilar að mengunin í kringum Fukushima-verið gæti orðið jafn mikil, verði lekinn ekki stöðvaður.

Japönsk yfirvöld stækkuðu í gær hættusvæðið í kringum Fukushima-verið. Áður höfðu yfirvöld gefið það út að íbúum væri óhætt að vera í 20 kílómetra fjarlægð frá því. Það svæði var svo stækkað um helming í gær, eða í 40 kílómetra.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×