Mennska S. Starri Hauksson skrifar 1. febrúar 2011 06:00 Við búum í samfélagi sem byggir á staðalímyndum, hvort sem okkur líkar það betur eða verr. Auglýsingar, bíómyndir, sjónvarpsseríur og hafsjór annarra miðla eru meira en til í að hjálpa okkur að finna kassann sem við tilheyrum og benda okkur á það þegar við erum annað hvort að stíga yfir línur eða standa okkur ekki. Ég er nýbakaður faðir lítillar stelpu, sem segir náttúrlega ekkert um mig, ég er það sem Gillz kallaði áður "trefil" sökum vöðvarýrðar og áhuga á evrópskri bíómyndagerð, ég held reyndar að hann kalli okkur pappakassa í dag. Við tökum öll þátt í þessu á einhvern máta, sem getur í eðli sínu verið saklaust, húmorískt og jafnvel skemmtilegt. En hvar liggur þessi ágæta lína og hver á að draga hana? Hvenær er ímyndin eða klisjan orðin skaðleg? Heimilisofbeldi, hvað er það fyrsta sem kemur upp í hugann? Blokk í Breiðholtinu, hún með glóðarauga, rifinn bol og krakkarnir vola uppi á fjórðu hæð. Hann tekur fálátlega á móti lögreglunni, sem verður frá að hverfa þar sem konan segist hafa dottið og friðhelgi heimilisins má ekki rjúfa. Þessi mynd er bæði úrelt og skaðleg. Margar birtingarmyndir ofbeldis skilja ekki eftir sig líkamlega áverka, ofbeldi er óháð efnahag, búsetu, húðlit eða kyni. Ég er ekki að gera lítið úr því ofbeldi sem konur verða fyrir af hálfu karla. En ég vil benda á að þegar fjallað er um ofbeldi þar sem karlmaðurinn er fórnarlamb af hálfu konu er það í flestum tilfellum vandræðalegt og í verstu tilfellum háðulegt þar sem fórnarlambið er málað sem gunga sem lætur valta yfir sig og hægt er að hlæja að yfir boltanum með strákunum. Vörumst samt að líta svo á að úr því að við viðurkennum að karlmenn séu beittir ofbeldi af hálfu kvenna sé hér komið einhvers konar ofbeldisjafnvægi. Það bætir ekkert að nauðga Jóni líka svona úr því að það var verið að nauðga Gunnu. Gefum skít í staðalímyndir, slökkvum á kven/karl skeytingunni og byrjum 2011 á mennsku. Gefum okkur ekki að við vitum hvernig nágranni okkar virkar út frá kynþætti, hárlit, fatasmekk, kynhneigð, samfélagsstöðu eða hvaða kynfærasett er á milli fótanna á henni eða honum. Umfram allt, verum reiðubúin að hjálpa fólki á fætur frekar en að horfa í hina áttina á meðan verið er að berja það niður. +++++++++++++++++ Öðlingurinn 2011 er vitundarvakning. Átakið stendur yfir í mánuð, frá bóndadeginum (21. janúar) til konudagsins (20. febrúar). Markmið þess er að stuðla að opinni umræðu um jafnrétti kynjanna á Íslandi. Nánar á heimasíðu átaksins, odlingurinn.is. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Öðlingurinn Mest lesið Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir Skoðun Hugleiðing á konudag Sigurður Ingi Arnars Unuson Skoðun Áslaug Arna er leiðtoginn sem Sjálfstæðisflokkurinn þarf Hafrún Kristjánsdóttir Skoðun Viðbrögð barna við sorg Matthildur Bjarnadóttir Skoðun Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson Skoðun Hvort er meira í anda Sjálfstæðisflokksins? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir Skoðun Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson Skoðun Forvarnarsamtök óska skýringa á seinagangi Árni Einarsson Skoðun Skoðun Skoðun Stétt með stétt? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Áfram kennarar! Kristbjörg Þórisdóttir,Bragi Reynir Sæmundsson skrifar Skoðun Landshornalýðurinn á Hálsunum Hákon Gunnarsson skrifar Skoðun Minni kvenna - lofræða gervigreindar til hinnar íslensku konu Steinar Birgisson skrifar Skoðun Forvarnarsamtök óska skýringa á seinagangi Árni Einarsson skrifar Skoðun Hugleiðing á konudag Sigurður Ingi Arnars Unuson skrifar Skoðun Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir skrifar Skoðun Viðbrögð barna við sorg Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hvort er meira í anda Sjálfstæðisflokksins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Áslaug Arna er leiðtoginn sem Sjálfstæðisflokkurinn þarf Hafrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Aðgát skal höfð... Hildur Þöll Ágústsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sameinumst – stétt með stétt Sævar Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar Skoðun Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar Skoðun Á hlóðum Mennta- og barnamálaráðuneytisins Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Að verja friðinn Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 12 spor ríkisstjórnarinnar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Færni í nýsköpun krefst þjálfunar Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður áttar sig á gildi fullveldisins Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir skrifar Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Töfrakista tækifæranna Hrefna Óskarsdóttir skrifar Skoðun Dómskerfið reynir að þegja alla gagnrýni á sig í hel Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsið er yndislegt þegar það hentar Jens Garðar Helgason skrifar Sjá meira
Við búum í samfélagi sem byggir á staðalímyndum, hvort sem okkur líkar það betur eða verr. Auglýsingar, bíómyndir, sjónvarpsseríur og hafsjór annarra miðla eru meira en til í að hjálpa okkur að finna kassann sem við tilheyrum og benda okkur á það þegar við erum annað hvort að stíga yfir línur eða standa okkur ekki. Ég er nýbakaður faðir lítillar stelpu, sem segir náttúrlega ekkert um mig, ég er það sem Gillz kallaði áður "trefil" sökum vöðvarýrðar og áhuga á evrópskri bíómyndagerð, ég held reyndar að hann kalli okkur pappakassa í dag. Við tökum öll þátt í þessu á einhvern máta, sem getur í eðli sínu verið saklaust, húmorískt og jafnvel skemmtilegt. En hvar liggur þessi ágæta lína og hver á að draga hana? Hvenær er ímyndin eða klisjan orðin skaðleg? Heimilisofbeldi, hvað er það fyrsta sem kemur upp í hugann? Blokk í Breiðholtinu, hún með glóðarauga, rifinn bol og krakkarnir vola uppi á fjórðu hæð. Hann tekur fálátlega á móti lögreglunni, sem verður frá að hverfa þar sem konan segist hafa dottið og friðhelgi heimilisins má ekki rjúfa. Þessi mynd er bæði úrelt og skaðleg. Margar birtingarmyndir ofbeldis skilja ekki eftir sig líkamlega áverka, ofbeldi er óháð efnahag, búsetu, húðlit eða kyni. Ég er ekki að gera lítið úr því ofbeldi sem konur verða fyrir af hálfu karla. En ég vil benda á að þegar fjallað er um ofbeldi þar sem karlmaðurinn er fórnarlamb af hálfu konu er það í flestum tilfellum vandræðalegt og í verstu tilfellum háðulegt þar sem fórnarlambið er málað sem gunga sem lætur valta yfir sig og hægt er að hlæja að yfir boltanum með strákunum. Vörumst samt að líta svo á að úr því að við viðurkennum að karlmenn séu beittir ofbeldi af hálfu kvenna sé hér komið einhvers konar ofbeldisjafnvægi. Það bætir ekkert að nauðga Jóni líka svona úr því að það var verið að nauðga Gunnu. Gefum skít í staðalímyndir, slökkvum á kven/karl skeytingunni og byrjum 2011 á mennsku. Gefum okkur ekki að við vitum hvernig nágranni okkar virkar út frá kynþætti, hárlit, fatasmekk, kynhneigð, samfélagsstöðu eða hvaða kynfærasett er á milli fótanna á henni eða honum. Umfram allt, verum reiðubúin að hjálpa fólki á fætur frekar en að horfa í hina áttina á meðan verið er að berja það niður. +++++++++++++++++ Öðlingurinn 2011 er vitundarvakning. Átakið stendur yfir í mánuð, frá bóndadeginum (21. janúar) til konudagsins (20. febrúar). Markmið þess er að stuðla að opinni umræðu um jafnrétti kynjanna á Íslandi. Nánar á heimasíðu átaksins, odlingurinn.is.
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir Skoðun
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson Skoðun
Skoðun Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson skrifar
Skoðun Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar
Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar
Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir Skoðun
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson Skoðun