Stórleikarinn Gyllenhaal í háskaleik á Eyjafjallajökli 12. apríl 2011 09:00 Jake og Bear Grylls voru alla helgina uppi á jökli með tökuliði frá True North að gera þátt fyrir Man vs. Wild. Nordicphotos/Getty Jake Gyllenhaal eyddi helginni í aftakaveðri uppi á Eyjafjallajökli og Fimmvörðuhálsi í tökum fyrir sjónvarpsþáttaröðina Man vs. Wild sem ævintýramaðurinn Bear Grylls stjórnar. Þættirnir ganga út á að lifa af í ótrúlegum aðstæðum án utanaðkomandi aðstoðar og hafa þættir Grylls notið mikilla vinsælda, eru meðal annars sýndir á Channel 4 í Bretlandi og á Discovery Channel. Tilkynnt var um þátttöku Gyllenhaals á vefsíðu leikarans í byrjun mars á þessu ári og kom hann til Íslands beint frá Róm þar sem hann var að kynna kvikmynd sína, The Source Code. Gyllenhaal er ekki eina stjarnan sem hefur samþykkt að vera með í þessari frægðarfólks-útgáfu af þáttaröðinni en leikarar á borð við Ben Stiller og Will Ferrell munu einnig ganga í gegnum þolraunir. „Já, ég get staðfest að við erum með þeim Gyllenhaal og Grylls en ég vil ekkert tjá mig neitt frekar um málið. Þeir fengu allavega allt það villtasta og besta í íslenskri náttúru," segir Þór Kjartansson, framleiðandi hjá framleiðslufyrirtækinu True North, sem þjónustar tökuliðið uppi á jökli. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins stóð til að ljúka tökum uppi á jökli í gærkvöldi. Það er auðvitað engin tilviljun að þetta svæði varð fyrir valinu. Eldgosið í Eyjafjallajökli lamaði alla flugumferð í Evrópu og víðar fyrir ári en Ísland fær ögn betri landkynningu í gegnum þessa þáttaröð því talið er að 1,2 milljarðar manna horfi reglulega á Bear Grylls og ævintýri hans úti um allan heim. Það er því ekkert skrítið að Gyllenhaal skyldi hafa látið lítið fyrir sér fara í Reykjavík um helgina. Hann klæddi sig upp fyrir tökurnar í verslun 66 gráður norður í Bankastræti og náði sér í mikilvæga næringu á Laundromat í Austurstræti. „Hann kom hingað tvisvar, á föstudagskvöldinu og laugardeginum og var bara alveg silkislakur," segir Steinn Einar á veitingastaðnum Laundromat. Gyllenhaal hefur því augljóslega ekki kviðið fyrir þeirri reynslu að fara upp á íslenskan jökul með ævintýramanni sem virðist ekkert hræðast. freyrgigja@frettabladid.is Mest lesið Ofurpar úr tennisheiminum á Íslandi Lífið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Menning Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Lífið Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Gagnrýni Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Lífið Reykti pabba sinn Lífið Gervigreindin heillar Ólaf Ragnar upp úr skónum Lífið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Gervigreindin stýrði ferðinni Lífið Ragga Sveins snýr aftur til Íslands Lífið Fleiri fréttir Ofurpar úr tennisheiminum á Íslandi Gervigreindin stýrði ferðinni Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Gervigreindin heillar Ólaf Ragnar upp úr skónum Reykti pabba sinn Er ESB og Sameinuðu þjóðunum stjórnað af valdaklíku? Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Sér lífið í nýju ljósi eftir móðurmissinn Ragga Sveins snýr aftur til Íslands Má gæi úr Húsasmiðjunni vera á listanum þínum? Tara Sif og Elfar selja íbúðina Innlit í nýuppgerða íbúð Kára Sverris Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Ísak og Karítas orðin foreldrar eftir bráðakeisara Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Skautasvellið opnað í tíunda sinn Sykurlausar og dísætar smákökur Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Sjá meira
Jake Gyllenhaal eyddi helginni í aftakaveðri uppi á Eyjafjallajökli og Fimmvörðuhálsi í tökum fyrir sjónvarpsþáttaröðina Man vs. Wild sem ævintýramaðurinn Bear Grylls stjórnar. Þættirnir ganga út á að lifa af í ótrúlegum aðstæðum án utanaðkomandi aðstoðar og hafa þættir Grylls notið mikilla vinsælda, eru meðal annars sýndir á Channel 4 í Bretlandi og á Discovery Channel. Tilkynnt var um þátttöku Gyllenhaals á vefsíðu leikarans í byrjun mars á þessu ári og kom hann til Íslands beint frá Róm þar sem hann var að kynna kvikmynd sína, The Source Code. Gyllenhaal er ekki eina stjarnan sem hefur samþykkt að vera með í þessari frægðarfólks-útgáfu af þáttaröðinni en leikarar á borð við Ben Stiller og Will Ferrell munu einnig ganga í gegnum þolraunir. „Já, ég get staðfest að við erum með þeim Gyllenhaal og Grylls en ég vil ekkert tjá mig neitt frekar um málið. Þeir fengu allavega allt það villtasta og besta í íslenskri náttúru," segir Þór Kjartansson, framleiðandi hjá framleiðslufyrirtækinu True North, sem þjónustar tökuliðið uppi á jökli. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins stóð til að ljúka tökum uppi á jökli í gærkvöldi. Það er auðvitað engin tilviljun að þetta svæði varð fyrir valinu. Eldgosið í Eyjafjallajökli lamaði alla flugumferð í Evrópu og víðar fyrir ári en Ísland fær ögn betri landkynningu í gegnum þessa þáttaröð því talið er að 1,2 milljarðar manna horfi reglulega á Bear Grylls og ævintýri hans úti um allan heim. Það er því ekkert skrítið að Gyllenhaal skyldi hafa látið lítið fyrir sér fara í Reykjavík um helgina. Hann klæddi sig upp fyrir tökurnar í verslun 66 gráður norður í Bankastræti og náði sér í mikilvæga næringu á Laundromat í Austurstræti. „Hann kom hingað tvisvar, á föstudagskvöldinu og laugardeginum og var bara alveg silkislakur," segir Steinn Einar á veitingastaðnum Laundromat. Gyllenhaal hefur því augljóslega ekki kviðið fyrir þeirri reynslu að fara upp á íslenskan jökul með ævintýramanni sem virðist ekkert hræðast. freyrgigja@frettabladid.is
Mest lesið Ofurpar úr tennisheiminum á Íslandi Lífið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Menning Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Lífið Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Gagnrýni Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Lífið Reykti pabba sinn Lífið Gervigreindin heillar Ólaf Ragnar upp úr skónum Lífið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Gervigreindin stýrði ferðinni Lífið Ragga Sveins snýr aftur til Íslands Lífið Fleiri fréttir Ofurpar úr tennisheiminum á Íslandi Gervigreindin stýrði ferðinni Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Gervigreindin heillar Ólaf Ragnar upp úr skónum Reykti pabba sinn Er ESB og Sameinuðu þjóðunum stjórnað af valdaklíku? Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Sér lífið í nýju ljósi eftir móðurmissinn Ragga Sveins snýr aftur til Íslands Má gæi úr Húsasmiðjunni vera á listanum þínum? Tara Sif og Elfar selja íbúðina Innlit í nýuppgerða íbúð Kára Sverris Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Ísak og Karítas orðin foreldrar eftir bráðakeisara Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Skautasvellið opnað í tíunda sinn Sykurlausar og dísætar smákökur Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Sjá meira