Tíska og hönnun

Götutískan á HönnunarMars

Elísabet Alma Svendsen og Alma Ösp Arnórsdóttir klæddu af sér kuldann í þessum fallegu loðfeldum. Mynd/Haraldur Guðjónsson
Elísabet Alma Svendsen og Alma Ösp Arnórsdóttir klæddu af sér kuldann í þessum fallegu loðfeldum. Mynd/Haraldur Guðjónsson
Hvers kyns hönnun var gert hátt undir höfði á HönnunarMars sem haldinn var hátíðlegur í lok síðasta mánaðar.

Föstudagur Fréttablaðsins fór á stjá meðan á hátíðinni stóð og fékk að mynda nokkra gesti sem höfðu sótt sýningu Hafsteins Júlíussonar í GK Reykjavík og sýninguna Hljóm í hönnun sem fram fór í Hafnarhúsinu.- sm

Marín Jóhannsdóttir, sem skartaði skemmtilegri fléttu, og Una Jóhannsdóttir.
Helgi Ómarsson og Bergrún Helgadóttir sóttu Hljóm úr hönnun. Fréttablaðið/Valli
Ruth Einarsdóttir var glæsileg í þessum rauða samfestingi.
Sindri Sigurðsson og Birta Brynjólfsdóttir voru vel klædd og flott til fara.
Bára Hlín Vignisdóttir var flott í röndóttum bol og bláum blazer-jakka.
Tónlistarmaðurinn Hrafnkell Kaktus Einarsson og vinur hans, Birgir Rafn Snorrason, voru flottir til fara.
.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×