Erlent

Frakkar og Bretar vilja harðari aðgerðir í Líbíu

NATO þarf að herða aðgerðir sínar í Líbíu og eyðileggja þungavopn Gaddafís einræðisherra, að mati utanríkisráðherra Breta og Frakka. Alain Juppe, utanríkisráðherra Frakka, segir að óbreyttir borgarar í Líbíu búi enn við ógn frá Gaddafí þrátt fyrir sprengjuárásir NATO undandfarna daga. William Hague, breski kollegi, Juppe, tók í svipaðan streng í dag og hvatti NATO til þess að herða róðurinn. Þá hvatti hann Múammar Gaddafí eindregið til þess að láta af völdum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×