Atvinnuleit er erfið Fjóla Einarsdóttir skrifar 12. apríl 2011 07:30 Þeir sem eru í þeim sporum að vera án vinnu nú á dögum hafa fundið fyrir því hversu atvinnuleitin er flókið og erfitt ferli. Tugir ef ekki hundruðir manna sækja um hvert starf og þá er eins gott að ferilskráin sé vel unnin og lendi í þeim bunka sem boðaður er í viðtal. Heyrst hafa raddir frá þeim sem ekki þekkja vel til að næga vinnu sé að fá, fólk vilji þær bara ekki. Það getur ekki staðist þegar atvinnuleysi er rúm 8%. Þeir sem ekki hafa reynt á eigin skinni að leita sér að mannsæmandi vinnu á þessum undarlegu tímum vita ekki hve erfið atvinnuleitin er og hversu erfitt er að fá hverja höfnunina á fætur annarri. Þeir atvinnuleitendur sem eru um og yfir sextugt hafa margir hverjir aldrei verið í þessum sporum áður. Mikill uppgangur var í þjóðfélaginu þegar þeir fóru ungir út á vinnumarkaðinn og einfalt mál var að ganga inn í fyrirtæki og fá vinnu samdægurs. Vinnu sem borgaði vel. Atvinnuleitendur sem sækja Rauðakrosshúsið í Borgartúni og eru á fyrrgreindum aldri minnast þess tíma með söknuði. Það er ávalt skemmtilegt að hlusta á lýsingarnar, auðvitað var harkið mikið og vinnan erfið og fábrotin en að sjá augu ljóma þegar kemur að árangurslýsingum, óhöppum og hinum ýmsu reddingum sem áttu sér stað – vírar voru slegnir saman til þess að koma vélum í gang svo verkið gæti klárast fyrir myrkur, sjómenn voru fangelsaðir fyrir tungumála misskilning í Lettlandi, lokur voru þéttar með tyggigúmmíi eða því sem hendi var næst til bráðabirgða, ef stigið var á nagla og hann fór í gegn þá var hreinsað með joði og haldið áfram að vinna. Sögurnar eru endalausar. Þær eru lýsandi, áhugaverðar og spennandi. Að vera án vinnu eftir ævilangt hark og strit, með miklum sýnilegum árangri (einstaklingar sem geta bent á heilu hverfin sem þeir áttu þátt í að byggja), er vægast sagt mannskemmandi. Það sem er til ráða og menn eru almennt sammála um er að gefast ekki upp. Horfa fram á við. Halda áfram að leita og sækja um vinnur. Alla föstudaga í Rauðakrosshúsinu í Borgartúni 25 er farið í markvissa atvinnuleit, fyrirlesarar víða að koma með innslög um málefni sem skipta atvinnuleitendur máli - farið er sérstaklega vel yfir gerð ferilskrár. Stuðningur og samvera á krepputímum er nauðsynlegur, það er ekki auðvelt að halda áfram þegar "nei-in“ hrannast inn. Að lokum er vert að taka fram að fyrirtæki sem vantar starfsmenn eru sérstaklega velkomin á föstudagsstund atvinnuleitenda í Rauðakrosshúsinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fjóla Einarsdóttir Mest lesið Bjarni gleðst yfir tapi mínu í varaformannskjöri Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Hvað vakir fyrir utanríkisráðherra? Snorri Másson Skoðun RÚV: Gefið okkur Eurovision-gleðina aftur! Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir Skoðun Woke-ið lifir! Bjarni Snæbjörnsson Skoðun Staða Íslands og niðurbrot vestrænnar samvinnu Þorsteinn Kristinsson Skoðun Af hverju lýgur Alma? Arnar Sigurðsson Skoðun Ósanngjörn skipting kílómetragjalds Njáll Gunnlaugsson Skoðun Pólska sjónarhornið Halldór Auðar Svansson Skoðun Rektor sem gerir ómögulegt mögulegt Vilborg Ása Guðjónsdóttir Skoðun Hættum að segja „Flýttu þér“ Einar Sverrisson Skoðun Skoðun Skoðun Lokað á lausnir í leikskólamálum Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Ég styð Magnús Karl Jón Gnarr skrifar Skoðun Hlutverk og sjálfsmynd Íslands á alþjóðavettvangi Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Samningamaðurinn Trump & narssisisminn Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Hver er hin raunverulega barátta Bandaríkjastjórnar? Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Hættum að segja „Flýttu þér“ Einar Sverrisson skrifar Skoðun Bókasafnið: hjartað í hverjum skóla Stefán Pálsson skrifar Skoðun Áhrif gervigreindar á störf tæknimenntaðra Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Bið eftir talmeinaþjónustu er allt of löng Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Áreiðanleikakannanir á sjálfbærniþáttum fyrirtækja: Hvað sýna nýjustu rannsóknir? Soffía Eydís Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Er ég nægilega gott foreldri? Daðey Albertsdóttir,Ásgerður Arna Sófusdóttir skrifar Skoðun Staða Íslands og niðurbrot vestrænnar samvinnu Þorsteinn Kristinsson skrifar Skoðun Upplýst ákvörðun er sterkasta vopn félagsfólks VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Um náttúrulögmál og aftengingu Sölvi Tryggvason skrifar Skoðun Styðjum barnafjölskyldur Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ósanngjörn skipting kílómetragjalds Njáll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Kæru háskólastúdentar - framtíðin er ykkar! Magnús Karl Magnússon skrifar Skoðun Pólska sjónarhornið Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Bjarni gleðst yfir tapi mínu í varaformannskjöri Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun RÚV: Gefið okkur Eurovision-gleðina aftur! Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Rektor sem gerir ómögulegt mögulegt Vilborg Ása Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Léttleiki og lýðræði – kjósum Höllu sem formann VR Björg Gilsdóttir skrifar Skoðun Björn Þorsteinsson er gott rektorsefni Gunnþórunn Guðmundsdóttir,Halldór Guðmundsson skrifar Skoðun Hvað vakir fyrir utanríkisráðherra? Snorri Másson skrifar Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir - Framtíð Háskóla Íslands Áróra Rós Ingadóttir skrifar Skoðun Á krossgötum í Úkraínu Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Þegar grafið er undan sjálfi, lífsgleði og tilgangi mannvera Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun St. Tómas Aquinas Árni Jensson skrifar Skoðun Skólinn okkar, FSH Elmar Ægir Eysteinsson skrifar Skoðun Föður- og mæðralaus börn Lúðvík Júlíusson skrifar Sjá meira
Þeir sem eru í þeim sporum að vera án vinnu nú á dögum hafa fundið fyrir því hversu atvinnuleitin er flókið og erfitt ferli. Tugir ef ekki hundruðir manna sækja um hvert starf og þá er eins gott að ferilskráin sé vel unnin og lendi í þeim bunka sem boðaður er í viðtal. Heyrst hafa raddir frá þeim sem ekki þekkja vel til að næga vinnu sé að fá, fólk vilji þær bara ekki. Það getur ekki staðist þegar atvinnuleysi er rúm 8%. Þeir sem ekki hafa reynt á eigin skinni að leita sér að mannsæmandi vinnu á þessum undarlegu tímum vita ekki hve erfið atvinnuleitin er og hversu erfitt er að fá hverja höfnunina á fætur annarri. Þeir atvinnuleitendur sem eru um og yfir sextugt hafa margir hverjir aldrei verið í þessum sporum áður. Mikill uppgangur var í þjóðfélaginu þegar þeir fóru ungir út á vinnumarkaðinn og einfalt mál var að ganga inn í fyrirtæki og fá vinnu samdægurs. Vinnu sem borgaði vel. Atvinnuleitendur sem sækja Rauðakrosshúsið í Borgartúni og eru á fyrrgreindum aldri minnast þess tíma með söknuði. Það er ávalt skemmtilegt að hlusta á lýsingarnar, auðvitað var harkið mikið og vinnan erfið og fábrotin en að sjá augu ljóma þegar kemur að árangurslýsingum, óhöppum og hinum ýmsu reddingum sem áttu sér stað – vírar voru slegnir saman til þess að koma vélum í gang svo verkið gæti klárast fyrir myrkur, sjómenn voru fangelsaðir fyrir tungumála misskilning í Lettlandi, lokur voru þéttar með tyggigúmmíi eða því sem hendi var næst til bráðabirgða, ef stigið var á nagla og hann fór í gegn þá var hreinsað með joði og haldið áfram að vinna. Sögurnar eru endalausar. Þær eru lýsandi, áhugaverðar og spennandi. Að vera án vinnu eftir ævilangt hark og strit, með miklum sýnilegum árangri (einstaklingar sem geta bent á heilu hverfin sem þeir áttu þátt í að byggja), er vægast sagt mannskemmandi. Það sem er til ráða og menn eru almennt sammála um er að gefast ekki upp. Horfa fram á við. Halda áfram að leita og sækja um vinnur. Alla föstudaga í Rauðakrosshúsinu í Borgartúni 25 er farið í markvissa atvinnuleit, fyrirlesarar víða að koma með innslög um málefni sem skipta atvinnuleitendur máli - farið er sérstaklega vel yfir gerð ferilskrár. Stuðningur og samvera á krepputímum er nauðsynlegur, það er ekki auðvelt að halda áfram þegar "nei-in“ hrannast inn. Að lokum er vert að taka fram að fyrirtæki sem vantar starfsmenn eru sérstaklega velkomin á föstudagsstund atvinnuleitenda í Rauðakrosshúsinu.
Skoðun Hlutverk og sjálfsmynd Íslands á alþjóðavettvangi Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar
Skoðun Áreiðanleikakannanir á sjálfbærniþáttum fyrirtækja: Hvað sýna nýjustu rannsóknir? Soffía Eydís Björgvinsdóttir skrifar
Skoðun Björn Þorsteinsson er gott rektorsefni Gunnþórunn Guðmundsdóttir,Halldór Guðmundsson skrifar
Skoðun Þegar grafið er undan sjálfi, lífsgleði og tilgangi mannvera Matthildur Björnsdóttir skrifar