Erlent

Ellefu fórust í sprengjutilræði

Margir særðir Sár kona sést hér færð í sjúkrabíl eftir sprenginguna í gær.
Fréttablaðið/ap
Margir særðir Sár kona sést hér færð í sjúkrabíl eftir sprenginguna í gær. Fréttablaðið/ap
Ellefu létust og hundruð slösuðust í sprengingu í neðanjarðarlestakerfi Minsk, höfuðborgar Hvíta-Rússlands, um miðjan dag í gær.

Ekki liggur fyrir hvað olli sprengingunni en þarlend fréttastofa, RIA Novosti, hafði eftir aðstoðarríkissaksóknara landsins að um hryðjuverkaárás hefði verið að ræða.

Alexander Lúkasjenkó, forseti landsins, ýjaði að því í sjónvarpsviðtali í gær að erlendum hryðjuverkamönnum væri um að kenna.

„Við verðum að komast að því hverjir hagnast á því að grafa undan friði og stöðugleika í landinu – hverjir bera ábyrgðina,“ sagði Lúkasjenkó. „Ég útiloka ekki að þessi sprenging hafi verið gjöf frá útlöndum.“

Sprengingin varð um það leyti sem farþegar stigu frá borði neðanjarðarlestar skammt frá heimili og skrifstofum Lúkasjenkós. - sh




Fleiri fréttir

Sjá meira


×