Erlent

Ljónakjöt á matseðlinum

Mynd úr safni AFP
Mexískóskur veitingastaður í Arizonafylki Bandaríkjanna eykur við fjölbreytilegan matseðilinn á næstunni en þegar er þar boðið upp á krókódílakjöt, kengúrukjöt og snákakjöt.

Veitingastaðurinn, Boca Tacos y Tequila, er þegar farið að taka við pöntunum á ljóna-taco þar sem maískökurnar eru fylltar með ljónakjöti. Fyrstu skammtar af ljónakjötinu verða afgreiddir 16. febrúar en panta þarf fyrir 7. febrúar.

Bryan Mazon, eigandi staðarins, segist þegar hafa fengið nokkrar pantanir. Um hálft ár er síðan Boca Tacos y Tequila fór að bjóða upp á exótíska rétti og hafa viðtökurnar verið framar vonum.

Bandaríska matvælaeftirlitið gerir engar athugasemdir við að ljónakjöt sé á matseðlinum enda megi bjóða upp á kjöt af hvaða dýri sem er svo lengi sem tegundin er ekki í útrýmingarhættu.

Algengt verð á taco hjá veitingastaðnum er þrír eða fjórir dollarar en ljóna-tacoið kemur til með að kosta tæpa níu dollara, eða um þúsund íslenskar krónur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×