Handbolti

HK vann sinn annan leik í röð - Fram marði sigur í Mosfellsbæ

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Ólafur Bjarki Ragnarsson.
Ólafur Bjarki Ragnarsson.
HK og Fram unnu bæði eins marks sigra á útivelli í N1 deild karla í handbolta í kvöld, HK vann 23-22 sigur á Haukum á Ásvöllum en Framliðið slapp með 28-27 sigur á Aftureldingu að Varmá eftir að hafa verið átta mörkum yfir í hálfleik.

Fram hélt 2. sætinu í deildinni með þessum sigri og er áfram fjórum stigum á eftir toppliði Akureyrar. Fram vann leikinn 28-27 en Mosfellingar unnu síðustu tíu mínútur leiksins 10-4 en tókst ekki að ná í stig.

HK hefur unnuð tvo fyrstu leiki sína eftir HM-fríið því liði fylgdi á eftir sigri á Aftureldingu með því að vinna 24-23 sigur á Haukum á Ásvöllum. HK náði því tveggja stiga forskoti á Hauka í baráttunni um fjórða og síðasta sætið inn í úrslitakeppnina.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×