Innlent

Íslenskir listamenn taka nýtt merki í notkun

Kristján E. Karlsson hannaði nýja merkið sem hér sést
Kristján E. Karlsson hannaði nýja merkið sem hér sést
BÍL - Bandalag íslenskra listamanna hefur tekið í notkun nýtt merki, hannað af Kristjáni E. Karlssyni.  Þá hefur heimasíða BÍL verið uppfærð og endurnýjuð í stíl við nýja merkið. Þetta kemur fram í tilkynningu frá félaginu.

Þar segir að höfundir merkisins segi um það:

„Ef vel er að gáð má finna vott af íslenskri formgerð í notkun mynsturs, þó er form merkisins að hluta byggt upp eins og MANDALA (sem þýðir hringur), með föstum kjarna, miðpunkti (Bandalagið).  Í heild sinni rúmar það hugmyndir eins og t.d.: listir, upphrópun (Sjáðu mig!), hljóðbylgjur, útgeislun, sköpunarkraft, hringleikhús, örveru, guðlega veru - sjálfa listagyðjuna ef vel er að gáð... Hringformið hefur jú sterka tilvísun í form sólarinnar með allri sinni útgeislun enda oft látin tákna sjón og skynjun. (sbr. Sólin sem augu Seifs í grískri goðafræði). En með einfaldri litabreytingu er hægt að gefa merkinu mismunandi dýpt og skírskotun eftir þörfum. "

Nýja vefsíðu BÍL má sjá hér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×