Innlent

Lungnapest greinist í sauðfé í Mýrdal

Lungnapest hefur greinst í sauðfé að bænum Sólheimahjálegu í Mýrdal og hafa nokkrar kindur drepist úr sóttinni að undanförnu.

Einar Þorsteinsson bóndi segir í viðtali við Sunnlenska.is að þetta megi rekja til þess að sauðfjárveikigirðingar voru lagðar niður haustið 2009 og beri Matvælastofnun ábyrgð á því.

Gripið verður til þess ráðs að bólusetja sauðfjárstofninn að Sólheimahjálegu, en ekki er vitað til þess að veikin hafi stungið sér niður á fleiri bæjum í grenndinni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×