Innlent

Miðlægur gagnagrunnur fyrir íslensk gæludýr

Erla Hlynsdóttir skrifar
Hundar að leik
Hundar að leik
Vinna er hafin við að koma á laggirnar miðlægum gagnagrunni fyrir öll örmerkt gæludýr á landinu ásamt veforriti sem heldur utan um gagnagrunninn.

Völustallur, hlutafélag í eigu Dýralæknafélags Ísland, undirritaði samning við tölvudeild Bændasamtaka Íslands um að smíði forritsins og gagnagrunnsins nú skömmu fyrir jól. Gert er ráð fyrir að fyrsta útgáfa verði tilbúin 15. mars 2011.

Dýraverndunarsamband Íslands fagnar þessu framtaki. „Þetta verður gífurleg framför því að dýralæknar munu framvegis skrá öll örmerkt gæludýr inn í sameiginlegan gagnabanka og þá geta lögregluyfirvöld, sveitarfélög og heilbrigðisyfirvöld nálgast upplýsingar um dýrin á einum stað. Eigendur munu hafa greiðan aðgang að upplýsingum um eigin dýr," segir á vef Dýraverndunarsambandsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×