Erlent

Breskar konur þurfa að hætta að sukka

Breskar konur þurfa að minnka áfengisneysluna. Myndin er úr safni.
Breskar konur þurfa að minnka áfengisneysluna. Myndin er úr safni.

Konur í Bretlandi eru líklegri til þess að fá brjóstakrabbamein meðal annars vegna mikillar áfengisdrykkju. Þetta kemur fram í rannsóknum sem greint var frá í Bretlandi í gær. Alls fá 46 þúsund konur árlega brjóstakrabbamein í Bretlandi.

Þá segir Alþjóðaheilbrigðisstofnunin að breskar konur séu líklegri til þess að deyja úr banvænum sjúkdómum heldur kynsystur þeirra í öðrum ríkjum. Læknar telja þær geta aukið lífslíkur sínar verulega ef þær minnka drykkjuna, byrja að hreyfa sig og borða hollari mat.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×