Innlent

Rockall kletturinn aftur kominn í sviðsljósið

Rockall kletturinn í miðju Atlantshafi er kominn í sviðsljósið að nýju. Þar gætu mikil verðmæti verið til staðar.

Danir og Færeyingar hafa sent inn beiðni til landgrunnsnefndar Sameinuðu þjóðanna um að hún úrskurði hvort kletturinn tilheyri landgrunni Bretlands eða ekki en Rockall liggur í tæplega 400 kílómetra fjarlægð vestur af Bretlandi.

Íslendingar hafa gert tilkall til Rockall á síðustu öld ásamt Bretum, Írum, Dönum og Færeyingum. Krafa Íslands byggir meðal annars á því að kletturinn tilheyri Norður Atlantshafshryggnum sem liggur suður af Íslandi.

Einn ötulasti baráttumaðurinn fyrir Íslands hönd var Eyjólfur Konráð Jónsson þingmaður Sjálfstæðisflokksins á seinni hluta síðustu aldar. Eyjóflur taldi mikilvægt að Íslendingar gættu hagsmuna sinna við Rockall.

Óumdeilt er að Rockall tilheyrir efnahagslögsögu Bretlands en það er hafsvæðið vestur af honum, svokallað Hatton-Rockall svæði, sem deilt er um.

Í grein í Guardian um helgina var Rockall kallaður 100 milljarða punda kletturinn en talið er að mikið sé af málmum og olíu í grennd við hann.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×