Margrét Eir er ekkert stressuð fyrir jólin 1. nóvember 2011 00:01 Margrét Eir Hjartardóttir söngfugl hefur það notalegt á aðventunni. Jólunum eyðir hún í rólegheitum með fjölskyldunni og jólastress er ekki til í hennar bókum. Hefðirnar eru mörgum það mikilvægar að jólaundirbúningurinn fer allur í eitt stresskast. Sumum tekst þó að njóta aðdraganda jólanna í rólegheitum. Margrét Eir söngkona tekur lífinu með ró á aðventunni og stressar sig ekki á jólainnkaupum og bakstri. Síðustu jól hefur hún sungið á jólatónleikum með Frostrósum en segir af og frá að hún sé orðin ónæm fyrir jólastemningunni eftir alla tónleikana. „Nei alls ekki. Ég kemst alltaf í jólaskap við að miðla jólalögunum til áhorfenda. Ef það er eitthvað sem gæti gert mann ónæman fyrir jólunum þá er það að sjá jólaskraut í búðunum í október," segir Margrét hress. Hún segist ekki ein þeirra sem hengja sig í hefðir nema síður sé. „Ég heyri oft af þessu jólastressi sem sérstaklega konur tala um en mér finnst það alger óþarfi. Það á bara að slappa af um jólin og njóta þess að vera til. Jólin koma þó einhverjar hefðir verði ekki eitthvert árið. Það eru til dæmis jól heima hjá mér þó engar smákökur hafi verið bakaðar. Stundum er bara enginn tími til að baka og þá þarf enga dramatík í kringum það. Ég trúi því statt og stöðugt að jólin séu til þess að eyða í rólegheitum með fjölskyldu og ástvinum." Margrét er áhugakona um mat og matargerð og segist afar góður kokkur. Hún bregður sér á jólahlaðborð með vinum þegar tækifæri gefst í desember en er tilraunaglöð þegar kemur að jólamatnum. „Ég er aldrei með það sama í jólamatinn og prófa eitthvað nýtt á hverju ári. Ég man ekki hvort ég var með hreindýr eða dádýr í fyrra en við vorum með rjúpur í forrétt. Ég hafði aldrei gert rjúpur áður en þær voru alveg æðislega góðar. Ég ætla að vera með þær aftur núna og stefni á jafnvel að vera með elg í aðalrétt. Ég fer ekki mikið í jólaboð, þeim er stillt í hóf. En eitt þeirra er hádegisboð sem er voða þægilegt því þá á maður kvöldið fyrir sig til að vera heima, horfa á sjónvarpið og borða afganga." Þó aðdragandi jólanna sé ekki fastbundinn í hefðir hjá Margréti alla jafna er þó ein hefð sem hefur haldist síðan hún var barn. Henni finnst nauðsynlegt að syngja Heims um ból í messu á aðventunni. „Við mamma höfum oft farið tvær en ég fór alltaf með afa í gamla daga. En við förum ekki endilega í sömu kirkju heldur breytum líka til þar á hverju ári." Jólafréttir Mest lesið Gljáður hreindýravöðvi með bökuðum gulrótum og skalottlauk ásamt plómu- og eplasalati Jól Kertasníkir í uppáhaldi Jól Tré úr pappír og tilfallandi efnivið Jól Engin jól án dönsku eplakökunnar Jól Jóladagatal - 24. desember - Malt og appelsín Jól Saltpækill gerir kalkúna safaríkari Jól Jólaþorpið opnað í næstu viku Jól Sýrðar rauðrófur, eplasalat og rauðkál með jólabjór Jól Rauð jól þau úti séu þau hvít Jól Jólatrukkar með tölvuleikjahelli og stofu jólasveinsins Jólin
Hefðirnar eru mörgum það mikilvægar að jólaundirbúningurinn fer allur í eitt stresskast. Sumum tekst þó að njóta aðdraganda jólanna í rólegheitum. Margrét Eir söngkona tekur lífinu með ró á aðventunni og stressar sig ekki á jólainnkaupum og bakstri. Síðustu jól hefur hún sungið á jólatónleikum með Frostrósum en segir af og frá að hún sé orðin ónæm fyrir jólastemningunni eftir alla tónleikana. „Nei alls ekki. Ég kemst alltaf í jólaskap við að miðla jólalögunum til áhorfenda. Ef það er eitthvað sem gæti gert mann ónæman fyrir jólunum þá er það að sjá jólaskraut í búðunum í október," segir Margrét hress. Hún segist ekki ein þeirra sem hengja sig í hefðir nema síður sé. „Ég heyri oft af þessu jólastressi sem sérstaklega konur tala um en mér finnst það alger óþarfi. Það á bara að slappa af um jólin og njóta þess að vera til. Jólin koma þó einhverjar hefðir verði ekki eitthvert árið. Það eru til dæmis jól heima hjá mér þó engar smákökur hafi verið bakaðar. Stundum er bara enginn tími til að baka og þá þarf enga dramatík í kringum það. Ég trúi því statt og stöðugt að jólin séu til þess að eyða í rólegheitum með fjölskyldu og ástvinum." Margrét er áhugakona um mat og matargerð og segist afar góður kokkur. Hún bregður sér á jólahlaðborð með vinum þegar tækifæri gefst í desember en er tilraunaglöð þegar kemur að jólamatnum. „Ég er aldrei með það sama í jólamatinn og prófa eitthvað nýtt á hverju ári. Ég man ekki hvort ég var með hreindýr eða dádýr í fyrra en við vorum með rjúpur í forrétt. Ég hafði aldrei gert rjúpur áður en þær voru alveg æðislega góðar. Ég ætla að vera með þær aftur núna og stefni á jafnvel að vera með elg í aðalrétt. Ég fer ekki mikið í jólaboð, þeim er stillt í hóf. En eitt þeirra er hádegisboð sem er voða þægilegt því þá á maður kvöldið fyrir sig til að vera heima, horfa á sjónvarpið og borða afganga." Þó aðdragandi jólanna sé ekki fastbundinn í hefðir hjá Margréti alla jafna er þó ein hefð sem hefur haldist síðan hún var barn. Henni finnst nauðsynlegt að syngja Heims um ból í messu á aðventunni. „Við mamma höfum oft farið tvær en ég fór alltaf með afa í gamla daga. En við förum ekki endilega í sömu kirkju heldur breytum líka til þar á hverju ári."
Jólafréttir Mest lesið Gljáður hreindýravöðvi með bökuðum gulrótum og skalottlauk ásamt plómu- og eplasalati Jól Kertasníkir í uppáhaldi Jól Tré úr pappír og tilfallandi efnivið Jól Engin jól án dönsku eplakökunnar Jól Jóladagatal - 24. desember - Malt og appelsín Jól Saltpækill gerir kalkúna safaríkari Jól Jólaþorpið opnað í næstu viku Jól Sýrðar rauðrófur, eplasalat og rauðkál með jólabjór Jól Rauð jól þau úti séu þau hvít Jól Jólatrukkar með tölvuleikjahelli og stofu jólasveinsins Jólin