Erlent

Karlmenn líklegri til að látast úr krabbameini

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Kona í myndatöku vegna brjóstakrabbagreiningar. Mynd/ Getty.
Kona í myndatöku vegna brjóstakrabbagreiningar. Mynd/ Getty.
Karlmenn eru líklegri en konur til að látast úr krabbameini, samkvæmt niðurstöðum nýrrar rannsóknar.

„Rannsóknir okkar sýna að aðalástæðan er sú að karlmenn greinast frekar með krabbamein, frekar en að þeir eigi eitthvað síðri lífslíkur en konur þegar þeir greinast,“ segir Michael B. Cook, vísindamaður við Alþjóðakrabbameinsstofnunina, í samtali við vefinn WebMD. Rannsóknin er birt í Cancer Epidemiology, Biomarkers & Prevention. 

Cook segir að ef rannsakendur geti greint orsakir þessa kynjamismunar í krabbameinssjúklingum, sé hægt að grípa til fyrirbyggjandi aðgerða til að draga úr líkum á krabbameini í körlum og konum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×