Hvað framleiðir Ísland? Heiðar Már Guðjónsson skrifar 10. nóvember 2011 07:00 Nú þegar seðlabankar heimsins keppast hver við annan um að prenta peninga, til að borga fyrir fjárlagahalla og björgun fjármálafyrirtækja, þá er hafið kapphlaup um að verðfella gjaldmiðla heimsins. Trú manna á gjaldmiðla fer því eðlilega þverrandi. Einn er sá flokkur sem þó stendur af sér þessa prentun en það eru hrávörur. Hrávörur eru af skornum skammti og verðgildi þeirra hefur farið hækkandi, og mun að öllum líkindum halda því áfram, svo lengi sem seðlabankar halda prentvélunum gangandi. Lönd með digra sjóði, svo sem Kína, hafa áttað sig á þessu og reyna því nú að kaupa hrávörur beint, eða aðgang að þeim, í stað þess að geyma fjármuni sína í myntum sem alltaf er verið að verðfella með peningaprentun. Það er nefnilega ekki hægt að prenta hrávörur. Sú staðreynd að stærsta sendiráðið á Íslandi er hið kínverska, þrátt fyrir að Ísland eigi nánast engin viðskipti við Kínverja, segir sína sögu um sóknina í hrávörur á norðurslóðum. Því hefur verið haldið fram að Ísland eigi að taka upp evru því mest af útflutningi Íslands sé í þeirri mynt. Ef við skoðum hins vegar hvernig útflutningur Íslands skiptist þá eru þar tvær stórar stoðir: orka, í formi áls, og svo fiskur. Hvort tveggja hrávörur sem munu hækka mjög í verði, hvað sem peningaprentun líður, því mannkyninu heldur áfram að fjölga mun hraðar en hrávöruframleiðslan eykst. Þeir álitsgjafar sem telja að það sé fráleitt að taka upp aðra mynt en evru, vegna þess að Ísland framleiðir ekki í þeim myntum, virðast vita harla lítið um útflutning landsins eða hrávörur. Sannleikurinn er sá að hrávörur heimsins eru opinberlega verðlagðar í dollar. Raunin er hins vegar sú að hrávörur hafa sitt eigið verð og bindast því ekki einni mynt eins og sést hefur síðustu ár þegar verð þeirra hefur hækkað í öllum myntum. Samkvæmt íslenskum hagtölum er álframleiðsla Íslands í evrum, einfaldlega vegna þess að álið er sent til umskipunar í Rotterdam! Ef við lítum svo til þriðju stoðar útflutnings, ferðamannaiðnaðar, þá er meirihluti tekna í öðrum myntum en evru. Það land sem líkist mest Íslandi hvað varðar útflutning er Kanada. Kanadamenn eiga næga orku, vatn og matvæli. Stærsta viðskiptaland Kanada eru Bandaríkin. Er þá firra fyrir Kanada að hafa sinn eigin gjaldmiðil, sem í dag er talinn sá traustasti í heimi, vegna þess að þeir versla mest í Bandaríkjadollar? Nei alls ekki, því Kanada má helst líkja við nágranna sinn fyrir rúmri öld síðan, þegar auðæfi Bandaríkjanna voru að mestu ósnortin og landið var að hefja gríðarlega uppbyggingu. Kanada er ung þjóð með framtíðina fyrir sér, líkt og Ísland. Kanada skuldar lítið, hefur traust fjármálakerfi og frábæran seðlabanka. Kanada og Ísland framleiða hrávörur, sem hafa alþjóðlegt verðgildi, en ekki bara í einni mynt. Íslendingar hafa sára reynslu af notkun myntar sem stöðugt rýrnar í verðgildi. Sú mynt sem flestir telja að haldi verðgildi sínu næstu áratugi er Kanadadollar. Og það sem meira er, Kanadamenn vilja gjarnan að við notum þeirra mynt. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Halldór 15.12.2024 Halldór Mun ný ríkisstjórn tolla? Margrét Ágústa Sigurðardóttir Skoðun Hvernig reiddi kosningakerfinu af í nýliðnum alþingiskosningum?" Þorkell Helgason,Kristján Jónasson Skoðun Þegar fórnarlamb verður böðull Sigurður Skúlason Skoðun Hallalaus fjölmiðlaumfjöllun Högni Elfar Gylfason Skoðun Að níðast á konunni er gömul vísa sem hefur verið einum of oft kveðin Ástþór Ólafsson Skoðun Af hverju að valda upplýsingaóreiðu um mettaða fitu? Guðrún Nanna Egilsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir,Thor Aspelund Skoðun Kristni er miklu meira en menningarleg arfleifð Einar Baldvin Árnason Skoðun Stöndum við loforðin Jóhanna Hlín Auðunsdóttir Skoðun Komin út í skurð Eldur Smári Kristinsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvernig reiddi kosningakerfinu af í nýliðnum alþingiskosningum?" Þorkell Helgason,Kristján Jónasson skrifar Skoðun Hallalaus fjölmiðlaumfjöllun Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Mun ný ríkisstjórn tolla? Margrét Ágústa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Stöndum við loforðin Jóhanna Hlín Auðunsdóttir skrifar Skoðun Það þarf að kyngja klúðrinu Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Komin út í skurð Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Verksmiðjubúskapur og jólahátíðin Þóra Hlín Friðriksdóttir skrifar Skoðun Kristni er miklu meira en menningarleg arfleifð Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Af hverju að valda upplýsingaóreiðu um mettaða fitu? Guðrún Nanna Egilsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir,Thor Aspelund skrifar Skoðun Veruleikinn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lærdómur ársins 2024 Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Orkuskipti fyrir betri heim Ívar Kristinn Jasonarson skrifar Skoðun Þetta var ekki skipulagsslys heldur skemmdarverk Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Kórtónleikar í desember Ásdís Björg Gestsdóttir skrifar Skoðun Þrælar jólahefðanna - Opið bréf til skóla og frístundasviða á höfuðborgarsvæðinu Kristín Björg Viggósdóttir skrifar Skoðun Eru háskólar á dagskrá? Magnús Karl Magnússon,Þórarinn Guðjónsson skrifar Skoðun Hinsegin réttindi til framtíðar Bjarndís Helga Tómasdóttir,Kristmundur Pétursson,Vera Illugadóttir,Jóhannes Þór Skúlason,Hannes Sasi Pálsson,Hrönn Svansdóttir,Sveinn Kjartansson skrifar Skoðun Jólaóskalisti Viðskiptaráðs Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Hryggjarstykki jólanna Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Lyfsalar og heilbrigðisráðuneyti - í bergmálshelli? Már Egilsson skrifar Skoðun RS veiran – blikur á lofti Valtýr Stefánsson Thors skrifar Skoðun Matvælaöryggi og matvælaöryggismenning Hanna Lóa Skúladóttir,Guðrún Adolfsdóttir skrifar Skoðun Upplýsingaóreiða í boði ASÍ Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Hvað getum við lært af sögunni um litlu gulu hænuna? Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir,Ingunn Björk Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Hugleiðing um listamannalaun II Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Smábátar bjóða betur! Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Eru vísindin á dagskrá? Eiríkur Steingrímsson,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hverskonar frelsi vill Viðreisn? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Tíminn til að njóta Þröstur V. Söring skrifar Skoðun Forvarnir og fyrirmyndir er á ábyrgð okkar allra Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Sjá meira
Nú þegar seðlabankar heimsins keppast hver við annan um að prenta peninga, til að borga fyrir fjárlagahalla og björgun fjármálafyrirtækja, þá er hafið kapphlaup um að verðfella gjaldmiðla heimsins. Trú manna á gjaldmiðla fer því eðlilega þverrandi. Einn er sá flokkur sem þó stendur af sér þessa prentun en það eru hrávörur. Hrávörur eru af skornum skammti og verðgildi þeirra hefur farið hækkandi, og mun að öllum líkindum halda því áfram, svo lengi sem seðlabankar halda prentvélunum gangandi. Lönd með digra sjóði, svo sem Kína, hafa áttað sig á þessu og reyna því nú að kaupa hrávörur beint, eða aðgang að þeim, í stað þess að geyma fjármuni sína í myntum sem alltaf er verið að verðfella með peningaprentun. Það er nefnilega ekki hægt að prenta hrávörur. Sú staðreynd að stærsta sendiráðið á Íslandi er hið kínverska, þrátt fyrir að Ísland eigi nánast engin viðskipti við Kínverja, segir sína sögu um sóknina í hrávörur á norðurslóðum. Því hefur verið haldið fram að Ísland eigi að taka upp evru því mest af útflutningi Íslands sé í þeirri mynt. Ef við skoðum hins vegar hvernig útflutningur Íslands skiptist þá eru þar tvær stórar stoðir: orka, í formi áls, og svo fiskur. Hvort tveggja hrávörur sem munu hækka mjög í verði, hvað sem peningaprentun líður, því mannkyninu heldur áfram að fjölga mun hraðar en hrávöruframleiðslan eykst. Þeir álitsgjafar sem telja að það sé fráleitt að taka upp aðra mynt en evru, vegna þess að Ísland framleiðir ekki í þeim myntum, virðast vita harla lítið um útflutning landsins eða hrávörur. Sannleikurinn er sá að hrávörur heimsins eru opinberlega verðlagðar í dollar. Raunin er hins vegar sú að hrávörur hafa sitt eigið verð og bindast því ekki einni mynt eins og sést hefur síðustu ár þegar verð þeirra hefur hækkað í öllum myntum. Samkvæmt íslenskum hagtölum er álframleiðsla Íslands í evrum, einfaldlega vegna þess að álið er sent til umskipunar í Rotterdam! Ef við lítum svo til þriðju stoðar útflutnings, ferðamannaiðnaðar, þá er meirihluti tekna í öðrum myntum en evru. Það land sem líkist mest Íslandi hvað varðar útflutning er Kanada. Kanadamenn eiga næga orku, vatn og matvæli. Stærsta viðskiptaland Kanada eru Bandaríkin. Er þá firra fyrir Kanada að hafa sinn eigin gjaldmiðil, sem í dag er talinn sá traustasti í heimi, vegna þess að þeir versla mest í Bandaríkjadollar? Nei alls ekki, því Kanada má helst líkja við nágranna sinn fyrir rúmri öld síðan, þegar auðæfi Bandaríkjanna voru að mestu ósnortin og landið var að hefja gríðarlega uppbyggingu. Kanada er ung þjóð með framtíðina fyrir sér, líkt og Ísland. Kanada skuldar lítið, hefur traust fjármálakerfi og frábæran seðlabanka. Kanada og Ísland framleiða hrávörur, sem hafa alþjóðlegt verðgildi, en ekki bara í einni mynt. Íslendingar hafa sára reynslu af notkun myntar sem stöðugt rýrnar í verðgildi. Sú mynt sem flestir telja að haldi verðgildi sínu næstu áratugi er Kanadadollar. Og það sem meira er, Kanadamenn vilja gjarnan að við notum þeirra mynt.
Hvernig reiddi kosningakerfinu af í nýliðnum alþingiskosningum?" Þorkell Helgason,Kristján Jónasson Skoðun
Af hverju að valda upplýsingaóreiðu um mettaða fitu? Guðrún Nanna Egilsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir,Thor Aspelund Skoðun
Skoðun Hvernig reiddi kosningakerfinu af í nýliðnum alþingiskosningum?" Þorkell Helgason,Kristján Jónasson skrifar
Skoðun Af hverju að valda upplýsingaóreiðu um mettaða fitu? Guðrún Nanna Egilsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir,Thor Aspelund skrifar
Skoðun Þrælar jólahefðanna - Opið bréf til skóla og frístundasviða á höfuðborgarsvæðinu Kristín Björg Viggósdóttir skrifar
Skoðun Hinsegin réttindi til framtíðar Bjarndís Helga Tómasdóttir,Kristmundur Pétursson,Vera Illugadóttir,Jóhannes Þór Skúlason,Hannes Sasi Pálsson,Hrönn Svansdóttir,Sveinn Kjartansson skrifar
Skoðun Hvað getum við lært af sögunni um litlu gulu hænuna? Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir,Ingunn Björk Vilhjálmsdóttir skrifar
Skoðun Eru vísindin á dagskrá? Eiríkur Steingrímsson,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Erna Magnúsdóttir skrifar
Hvernig reiddi kosningakerfinu af í nýliðnum alþingiskosningum?" Þorkell Helgason,Kristján Jónasson Skoðun
Af hverju að valda upplýsingaóreiðu um mettaða fitu? Guðrún Nanna Egilsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir,Thor Aspelund Skoðun