Erlent

Gleymdu fatlaðri konu í tvo daga

Starfsmenn félagsmiðstöðvar fyrir fatlaða í Bøgelunden suðvestur af Kaupmannahöfn gleymdu nýverið skjólstæðingi sínum sem þurfti fyrir vikið að dúsa í tvo daga í félagsmiðstöðinni. Konan er líkamlega fötluð og gat af þeim ástæðum ekki kallað eftir hjálp.

Það var ekki fyrr en foreldrar konunar ætluðu að heimsækja hana að upp komst um málið. Í framhaldinu var farið með konuna á sjúkrahús til að kanna líðan hennar og var ástand hennar furðu gott miðað við það sem hún hafði þurft að þola.

Yfirmenn félagsþjónustunnar segja að farið verði gaumgæfilega yfir málið og allt verklag. Ekki hefur verið tekin ákvörðun um hvort að starfsmenn félagsmiðstöðvarinnar fái reisupassann vegna þessara alvarlegu mistaka.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×