Innlent

Mikill meirihluti vill aukið eftirlit með íbúum Schengenríkja

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Um helmingur landsmanna, eða 49,0%, er mjög fylgjandi auknu landamæraeftirliti með ferðamönnum á leið til Íslands frá aðildarríkjum Schengen samstarfsins. Um 34,5% eru frekar fylgjandi auknu landamæraeftirliti. Þetta kemur fram í niðurstöðum skoðanakönnunar MMR. Um 16,5% eru andvíg auknu eftirliti.

MMR segir að stuðningur við aukið landamæraeftirlit reyndist nokkuð afgerandi óháð aðstæðum og stjórnmálaskoðunum svarenda. Minnstur reyndist stuðningurinn meðal stuðningsfólks Samfylkingarinnar. En 71,2% þeirra sem tóku afstöðu og sögðust jafnframt styðja Samfylkinguna kváðust styðja aukið landamæraeftirlit með ferðamönnum á leið til Íslands frá aðildarríkjum Schengen samstarfsins.

Rannsóknin var gerð þannig að einstaklingar á aldrinum 18-67 ára voru valdir handahófskennt úr hópi álitsgjafa MMR. 831 svöruðu. Könnunin var gerð dagana 11.-14. júlí 2011.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×