Innlent

Lárus ákærður fyrir brot gegn lögreglulögum

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Lárus Páll Birgisson hefur verið ákærður fyrir mótmæli við bandaríska sendiráðið í annað sinn.
Lárus Páll Birgisson hefur verið ákærður fyrir mótmæli við bandaríska sendiráðið í annað sinn.
Lárus Páll Birgisson sjúkraliði hefur verið ákærður fyrir brot gegn lögreglulögum. Hann er sakaður um að hafa neitað að hlýða fyrirmælum lögreglu og flytja sig um set þegar lögreglan stóð fyrir framan Sendiráð Bandaríkjanna að Laufásvegi þann 4. nóvember síðastliðinn.

Þetta er í annað sinn sem slíkt mál er höfðað gegn Lárusi Páli. Í fyrra skiptið var hann dæmdur sekur en honum var ekki gerð refsing í málinu. Lárus segir að fyrir vikið hafi honum ekki verið unnt að áfrýja málinu til Hæstaréttar.

Ákæran gegn Lárusi verður þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×