Kvartað yfir brúnkuleik til umboðsmanns barna Erla Hlynsdóttir skrifar 3. febrúar 2011 14:37 Skjáskot af vef Pjattrófanna á Eyjunni þar sem leikurinn er auglýstur. - pjattrofur.eyjan.is Umboðsmanni barna hefur borist kvörtun vegna gjafaleiks sem Pjattrófurnar á Eyjunni og snyrtistofan Mizu standa fyrir þar sem stúlkum á aldrinum 15 til 18 ára er boðið í brúnkusprey. Leikurinn er auglýstur á vef Pjattrófanna en til að eiga möguleika á vinningi þurfa stúlkurnar að gerast Facebook-vinir þeirra og hvetja vini sína til að gerast einnig Facebook-vinir Pjattrófanna. Sex stúlkur verða dregnar út þegar vinafjöldinn nær 18 þúsundum og fá þær að fara frítt í brúnkusprey hjá Mizu. Þegar þessar línur eru skrifaðar er mjög stutt í að sá fjöldi náist. „Þú getur valið um 3 ólíkar tegundir af lit, frá 1 og upp í 3. Litur númer 3 er dekkstur (fitness keppendur og fólk með tanorexiu) en litur nr. 1 er fallega gylltur og þannig færðu bara frísklegt og flott útlit án þess að vera áberandi brúúún," segir á vef Pjattrófanna. „...þar sem krökkum undir 18 er bannað að fara í ljós (sem betur fer) langar okkur að vekja athygli á þessum frábæra valkosti," segir þar ennfremur. Upphaflega var leikurinn fyrir stúlkur frá 14 ára aldri en aldurstakmarkið síðar hækkað. Margrét María Sigurðardóttir, umboðsmaður barna, segir embættið skrá hjá sér allar ábendingar og metur í framhaldinu hvort brugðist er við. Ekki hefur enn verið tekin ákvörðun hvort gerðar verða athugasemdir vegna gjafaleiksins en hann hófst í gær. „Við höfum árum saman beitt okkur gegn markaðssetningu sem beint er að börnum og unglingum. Þarna eru auðvitað um að ræða stálpuð börn, segir María en skjólstæðingar embættisins eru allir undir 18 ára aldri. „Markaðssókn, sem beinist að börnum, á að leitast við að miðla heilbrigðri líkamsmynd og mannvirðingu og forðast óheilbrigðar staðalmyndir," segir í leiðbeinandi reglum sem umboðsmaður barna hefur gefið út. Margréti Maríu þykir þegar notuð er markaðssetning sem ýtir undir útlitsdýrkun hjá ungum stúlkum og gefið er í skyn að þær séu ekki nógu góðar eins og þær eru. „Þetta er ekki það sem við mælum með," segir hún. Til stendur að endurskoða reglur um neytendavernd barna, sem þó eru aðeins leiðbeinandi. Þar verður væntanlega komið inn á hvernig Facebook er í auknum mæli notað til markaðssetningar. Umboðsmaður barna endurskoðar reglurnar í samvinnu við talsmann neytenda. Margrét María segir mikilvægt að fá ábendingar frá fólki um það sem því finnst að embættið eigi að skoða og hvetur fólk til að hafa samband ef því þykir ástæða til. Mest lesið „Fólk er að deyja út af þessu“ Innlent Friðrik Ólafsson er látinn Innlent Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Innlent Órói mældist við Torfajökul Innlent Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Innlent Tvær unglingsstúlkur í haldi: „Þetta er fólkið sem verið er að hagnýta“ Innlent Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Innlent Björguðu dreng úr gjótu Innlent Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Innlent Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Erlent Fleiri fréttir Björguðu dreng úr gjótu „Fólk er að deyja út af þessu“ Friðrik Ólafsson er látinn Órói mældist við Torfajökul Oddviti ætlar ekki að hætta sem formaður Veiðifélags Þjórsár Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Tvær unglingsstúlkur í haldi: „Þetta er fólkið sem verið er að hagnýta“ Líklega fórnarlömb mansals og óhugnanlegt myndband af árás á bráðaliða Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Sýna íslensku með hreim þolinmæði Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Í skýjunum yfir samstöðu þjóðarinnar að byggja nýtt athvarf Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Áfram landris og skjálftar á Reykjanesskaga Langvarandi áhrif rafrettureykinga og nýtt Kvennaathvarf Öskjuhlíðartimbrið komið til Eskifjarðar Veiðigjöld, tollahækkanir og skipulagður ritstuldur í Sprengisandi Dælubílarnir kallaðir út en húsráðandi náði að slökkva eldinn Söfnuðu 140 milljónum fyrir Kvennaathvarfið Beitti barefli í líkamsárás Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Vísa kjaradeilunni til ríkissáttasemjara 32 Úkraínubúar á íslenskunámskeið á Selfossi Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Þúsund sinnum sterkara en morfín og safnað fyrir Kvennaathvarfi Sjá meira
Umboðsmanni barna hefur borist kvörtun vegna gjafaleiks sem Pjattrófurnar á Eyjunni og snyrtistofan Mizu standa fyrir þar sem stúlkum á aldrinum 15 til 18 ára er boðið í brúnkusprey. Leikurinn er auglýstur á vef Pjattrófanna en til að eiga möguleika á vinningi þurfa stúlkurnar að gerast Facebook-vinir þeirra og hvetja vini sína til að gerast einnig Facebook-vinir Pjattrófanna. Sex stúlkur verða dregnar út þegar vinafjöldinn nær 18 þúsundum og fá þær að fara frítt í brúnkusprey hjá Mizu. Þegar þessar línur eru skrifaðar er mjög stutt í að sá fjöldi náist. „Þú getur valið um 3 ólíkar tegundir af lit, frá 1 og upp í 3. Litur númer 3 er dekkstur (fitness keppendur og fólk með tanorexiu) en litur nr. 1 er fallega gylltur og þannig færðu bara frísklegt og flott útlit án þess að vera áberandi brúúún," segir á vef Pjattrófanna. „...þar sem krökkum undir 18 er bannað að fara í ljós (sem betur fer) langar okkur að vekja athygli á þessum frábæra valkosti," segir þar ennfremur. Upphaflega var leikurinn fyrir stúlkur frá 14 ára aldri en aldurstakmarkið síðar hækkað. Margrét María Sigurðardóttir, umboðsmaður barna, segir embættið skrá hjá sér allar ábendingar og metur í framhaldinu hvort brugðist er við. Ekki hefur enn verið tekin ákvörðun hvort gerðar verða athugasemdir vegna gjafaleiksins en hann hófst í gær. „Við höfum árum saman beitt okkur gegn markaðssetningu sem beint er að börnum og unglingum. Þarna eru auðvitað um að ræða stálpuð börn, segir María en skjólstæðingar embættisins eru allir undir 18 ára aldri. „Markaðssókn, sem beinist að börnum, á að leitast við að miðla heilbrigðri líkamsmynd og mannvirðingu og forðast óheilbrigðar staðalmyndir," segir í leiðbeinandi reglum sem umboðsmaður barna hefur gefið út. Margréti Maríu þykir þegar notuð er markaðssetning sem ýtir undir útlitsdýrkun hjá ungum stúlkum og gefið er í skyn að þær séu ekki nógu góðar eins og þær eru. „Þetta er ekki það sem við mælum með," segir hún. Til stendur að endurskoða reglur um neytendavernd barna, sem þó eru aðeins leiðbeinandi. Þar verður væntanlega komið inn á hvernig Facebook er í auknum mæli notað til markaðssetningar. Umboðsmaður barna endurskoðar reglurnar í samvinnu við talsmann neytenda. Margrét María segir mikilvægt að fá ábendingar frá fólki um það sem því finnst að embættið eigi að skoða og hvetur fólk til að hafa samband ef því þykir ástæða til.
Mest lesið „Fólk er að deyja út af þessu“ Innlent Friðrik Ólafsson er látinn Innlent Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Innlent Órói mældist við Torfajökul Innlent Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Innlent Tvær unglingsstúlkur í haldi: „Þetta er fólkið sem verið er að hagnýta“ Innlent Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Innlent Björguðu dreng úr gjótu Innlent Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Innlent Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Erlent Fleiri fréttir Björguðu dreng úr gjótu „Fólk er að deyja út af þessu“ Friðrik Ólafsson er látinn Órói mældist við Torfajökul Oddviti ætlar ekki að hætta sem formaður Veiðifélags Þjórsár Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Tvær unglingsstúlkur í haldi: „Þetta er fólkið sem verið er að hagnýta“ Líklega fórnarlömb mansals og óhugnanlegt myndband af árás á bráðaliða Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Sýna íslensku með hreim þolinmæði Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Í skýjunum yfir samstöðu þjóðarinnar að byggja nýtt athvarf Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Áfram landris og skjálftar á Reykjanesskaga Langvarandi áhrif rafrettureykinga og nýtt Kvennaathvarf Öskjuhlíðartimbrið komið til Eskifjarðar Veiðigjöld, tollahækkanir og skipulagður ritstuldur í Sprengisandi Dælubílarnir kallaðir út en húsráðandi náði að slökkva eldinn Söfnuðu 140 milljónum fyrir Kvennaathvarfið Beitti barefli í líkamsárás Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Vísa kjaradeilunni til ríkissáttasemjara 32 Úkraínubúar á íslenskunámskeið á Selfossi Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Þúsund sinnum sterkara en morfín og safnað fyrir Kvennaathvarfi Sjá meira