Fótbolti

Willum Þór telur að Futsal geti bætt tæknifærni fótboltamanna á Íslandi



Willum Þór Þórsson valdi í gær fimmtán leikmenn sem verða í fyrsta íslenska Futsal-landsliðinu sem tekur þátt í forkeppni EM. Mótherjar Íslands í riðlinum eru Grikkland, Lettland og Armenía og verður leikið á Ásvöllum 21. - 24. janúar. Hans Steinar Bjarnason íþróttafréttamaður Stöðvar 2 ræddi við Willum í gær. Hægt að skoða myndbandið í heild sinni með því að smella á hnappinn hér fyrir ofan.

Willum Þór valdi leikmennina úr fjórum félögum sem öll komust í undanúrslitin á Íslandsmótinu. Fjórir leikmenn koma frá ÍBV, Víkingi Ólafsvík og Fjölni en þrír Keflavíkingar eru einnig í hópnum.

Þrír leikmenn liðsins hafa spilað fyrir A-landsliðs karla í fótbolta en það eru þeir Tryggvi Guðmundsson, Guðmundur Steinarsson og Haraldur Freyr Guðmundsson.



Íslenski landsliðshópurinn:


Markverðir:

Albert Sævarsson, ÍBV

Einar Hjörleifsson, Víkingur Ól.

Steinar Örn Gunnarsson, Fjölnir

Aðrir leikmenn:

Aron Sigurðarson, Fjölnir

Guðmundur Karl Guðmundsson, Fjölnir

Illugi Þór Gunnarsson, Fjölnir

Eiður Aron Sigurbjörnsson, ÍBV

Tryggvi Guðmundsson, ÍBV

Þórarinn Ingi Valdimarsson, ÍBV

Guðmundur Steinarsson, Keflavík

Haraldur Freyr Guðmundsson, Keflavík

Magnús Þorsteinsson, Keflavík

Brynjar Gauti Guðjónsson, Víkingur Ól.

Heimir Þór Ásgeirsson, Víkingur Ól.

Þorsteinn Már Ragnarsson, Víkingur Ól.



Liðsstjórn:


Willum Þór Þórsson, Þjálfari

Ejub Purisevic, Aðstoðarþjálfari - Leikgreining

Zoran Ljubicic, Aðstoðarþjálfari - Leikgreining

Sævar Júlíusson, Markvarðaþjálfari

Falur Daðason, Sjúkraþjálfari

Þórólfur Þorsteinsson, Liðsstjóri

Sigurður Hallvarðsson, Liðsstjóri

Jón Örvar Arason, Liðsstjóri








Fleiri fréttir

Sjá meira


×