Enski boltinn

Mario Gomez: Chelsea bauð 42 milljónir evra í mig í janúar

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Mario Gomez.
Mario Gomez. Mynd/AP
Mario Gomez, framherji Bayern Munchen, segir að Chelsea hafi reynt að kaupa sig frá þýska liðinu í janúarglugganum. Bayern hafnaði tilboði Chelsea upp á 35,7 milljónir punda og keypti í staðinn Fernando Torres fyrir 50 milljónir punda frá Liverpool.

Gomez segir að hann hafi ekki fengið að vita af fyrirspurn enska liðsins. „Ég fékk bara að vita af þessu tilboði eftir að félagið hafði hafnað því. Það skiptir samt engu máli því ég er hjá stórliði og þar sem ég vill vera," sagði Mario Gomez sem hefur skorað 16 mörk í 19 deildarleikjum á tímabilinu og alls 25 mörk í 29 leikjum í öllum keppnum.

Bayern keypti hann á 30 milljónir evra hjá Stuttgart árið 2009 en það tók hann nokkurn tíma að komast inn í leik og byrjunarlið Bayern-liðsins. Hann skoraði sem dæmi "aðeins" 14 mörk í 45 leikjum í öllum keppnum á síðasta tímabili en hefur nýtt sér vel fjarveru sóknarmanna en þeir Miroslav Klose og Arjen Robben hafa verið mikið meiddur á þessari leiktíð.

BBC greindi síðan frá því í kvöld að Liverpool hafði einnig reynt að kaupa Gomez frá Bayern en að Þjóðverjarnir hefðu einnig hafnað tilboði Liverpool-manna.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×