Skattar áfram hækkaðir og útgjöld skorin niður 1. september 2011 05:00 Undir bréfið til AGS skrifa Jóhanna Sigurðardóttir, Steingrímur J. Sigfússon, Árni Páll Árnason og Már Guðmundsson.fréttablaðið/Stefán Bréf sem íslensk stjórnvöld sendu Alþjóðagjaldeyrissjóðnum í aðdraganda sjöttu og síðustu endurskoðunar sjóðsins á samstarfsáætluninni við Ísland var birt í gær. Í bréfinu er fjallað um áherslur stjórnvalda á næstu misserum. Helstu áskoranir stjórnvalda eru sagðar losun gjaldeyrishafta, þróun peningamálastefnu til notkunar eftir að gjaldeyrishöft hafa verð losuð, að klára að koma ríkisfjármálunum á sjálfbæran grunn og að styrkja enn frekar regluverk utan um fjármálakerfið. Þá er lögð mikil áhersla á að endurskipulagning skulda fyrirtækja gangi hratt fyrir sig. Nokkuð er fjallað um ríkisfjármálin í bréfinu. Þar kemur fram að verið sé að undirbúa álagningu umhverfisskatta og skatta á nýtingu auðlinda. Kynntur verður nýr skattur á fjármálastarfsemi og gerðar breytingar á skattlagningu lífeyrissparnaðar. Þá verður hinn tímabundni auðlegðarskattur framlengdur og kolefnisskattur gerður varanlegur. Loks verða fleiri eignir ríkisins seldar á næstu árum. Einnig kemur fram að virk leit standi yfir að leiðum til að draga úr útgjöldum hins opinbera. Þau verði áfram skorin niður á árunum 2012 til 2015. Loks kemur fram í bréfinu að von sé á skýrslu frá efnahags- og viðskiptaráðuneytinu um íslenska fjármálakerfið. Með hliðsjón af henni verður svo unnin löggjöf með það að markmiði að styrkja eftirlit með fjármálakerfinu og að auka fjármálalegan stöðugleika.- mþl Fréttir Mest lesið Nafn mannsins sem lést í vinnuslysi í Vík Innlent Vísir á landsfundi: Þúsund handabönd og þunnir stuðningsmenn Innlent Fimm þúsund starfsmenn borgarinnar fengu of mikið greitt Innlent Bandaríkin muni eignast Grænland með einum eða öðrum hætti Erlent Bílarnir dregnir upp úr sjónum Innlent Grátandi foreldrar einhverfra ungmenna án úrræða Innlent Umtalað kynferðisbrotamál fer á efsta dómstigi Innlent Tillaga um að leggja af áminningarskyldu sé vanvirðing í garð starfsfólks Innlent Hótanir í tollamálum en sáttartónn í garð Úkraínu Erlent Forseti Hæstaréttar: „Mér er alveg sama þótt þetta séu tillögur frá einhverjum hópi“ Innlent Fleiri fréttir Vanvirðing við Hæstarétt og áhrif tollahækkana Trumps Forseti Hæstaréttar: „Mér er alveg sama þótt þetta séu tillögur frá einhverjum hópi“ „Þetta er reiðarslag fyrir okkar litla samfélag“ Bílarnir dregnir upp úr sjónum Fimm þúsund starfsmenn borgarinnar fengu of mikið greitt „Ríkismiðillinn eins og púkinn á fjósbitanum“ Tillaga um að leggja af áminningarskyldu sé vanvirðing í garð starfsfólks Grátandi foreldrar einhverfra ungmenna án úrræða Tillagan greinilega frá „hagsmunahópum í atvinnulífinu“ Nafn mannsins sem lést í vinnuslysi í Vík Hagræðingartillögur gagnrýndar og VÆB vinsælastir á öskudaginn Skipverji brotnaði og móttöku frestað Skila sex hundruð milljónum Umtalað kynferðisbrotamál fer á efsta dómstigi Berghildur og Kolbeinn Tumi tilnefnd til Blaðamannaverðlauna Heiða Björg með 3,8 milljónir í laun á mánuði Bein útsending: Fundur um stöðu og þróun vindorku á Íslandi Spyr hvort þetta sé raunveruleg hagræðing eða tilfærsla á útgjöldum Vísir á landsfundi: Þúsund handabönd og þunnir stuðningsmenn Líkamsárásir, skemmdarverk og klifurslys Vilja nýjan flugvöll á Ísafirði „Þetta eru auðvitað náttúruhamfarir“ Verðlaunabændur vilja norskar kýr til landsins Afnemur handhafalaun vegna forsetavalds Alvotech fær ekki að byggja leikskóla Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Viðbrögð við hagræðingartillögum og stofnun varnarmálanefndar Verksamningur undirritaður um þriðja áfanga Dynjandisheiðar Fimmtíu og fjórir sækja um stöðu þingmanns hjá borginni Helga Rósa nýr formaður Fíh Sjá meira
Bréf sem íslensk stjórnvöld sendu Alþjóðagjaldeyrissjóðnum í aðdraganda sjöttu og síðustu endurskoðunar sjóðsins á samstarfsáætluninni við Ísland var birt í gær. Í bréfinu er fjallað um áherslur stjórnvalda á næstu misserum. Helstu áskoranir stjórnvalda eru sagðar losun gjaldeyrishafta, þróun peningamálastefnu til notkunar eftir að gjaldeyrishöft hafa verð losuð, að klára að koma ríkisfjármálunum á sjálfbæran grunn og að styrkja enn frekar regluverk utan um fjármálakerfið. Þá er lögð mikil áhersla á að endurskipulagning skulda fyrirtækja gangi hratt fyrir sig. Nokkuð er fjallað um ríkisfjármálin í bréfinu. Þar kemur fram að verið sé að undirbúa álagningu umhverfisskatta og skatta á nýtingu auðlinda. Kynntur verður nýr skattur á fjármálastarfsemi og gerðar breytingar á skattlagningu lífeyrissparnaðar. Þá verður hinn tímabundni auðlegðarskattur framlengdur og kolefnisskattur gerður varanlegur. Loks verða fleiri eignir ríkisins seldar á næstu árum. Einnig kemur fram að virk leit standi yfir að leiðum til að draga úr útgjöldum hins opinbera. Þau verði áfram skorin niður á árunum 2012 til 2015. Loks kemur fram í bréfinu að von sé á skýrslu frá efnahags- og viðskiptaráðuneytinu um íslenska fjármálakerfið. Með hliðsjón af henni verður svo unnin löggjöf með það að markmiði að styrkja eftirlit með fjármálakerfinu og að auka fjármálalegan stöðugleika.- mþl
Fréttir Mest lesið Nafn mannsins sem lést í vinnuslysi í Vík Innlent Vísir á landsfundi: Þúsund handabönd og þunnir stuðningsmenn Innlent Fimm þúsund starfsmenn borgarinnar fengu of mikið greitt Innlent Bandaríkin muni eignast Grænland með einum eða öðrum hætti Erlent Bílarnir dregnir upp úr sjónum Innlent Grátandi foreldrar einhverfra ungmenna án úrræða Innlent Umtalað kynferðisbrotamál fer á efsta dómstigi Innlent Tillaga um að leggja af áminningarskyldu sé vanvirðing í garð starfsfólks Innlent Hótanir í tollamálum en sáttartónn í garð Úkraínu Erlent Forseti Hæstaréttar: „Mér er alveg sama þótt þetta séu tillögur frá einhverjum hópi“ Innlent Fleiri fréttir Vanvirðing við Hæstarétt og áhrif tollahækkana Trumps Forseti Hæstaréttar: „Mér er alveg sama þótt þetta séu tillögur frá einhverjum hópi“ „Þetta er reiðarslag fyrir okkar litla samfélag“ Bílarnir dregnir upp úr sjónum Fimm þúsund starfsmenn borgarinnar fengu of mikið greitt „Ríkismiðillinn eins og púkinn á fjósbitanum“ Tillaga um að leggja af áminningarskyldu sé vanvirðing í garð starfsfólks Grátandi foreldrar einhverfra ungmenna án úrræða Tillagan greinilega frá „hagsmunahópum í atvinnulífinu“ Nafn mannsins sem lést í vinnuslysi í Vík Hagræðingartillögur gagnrýndar og VÆB vinsælastir á öskudaginn Skipverji brotnaði og móttöku frestað Skila sex hundruð milljónum Umtalað kynferðisbrotamál fer á efsta dómstigi Berghildur og Kolbeinn Tumi tilnefnd til Blaðamannaverðlauna Heiða Björg með 3,8 milljónir í laun á mánuði Bein útsending: Fundur um stöðu og þróun vindorku á Íslandi Spyr hvort þetta sé raunveruleg hagræðing eða tilfærsla á útgjöldum Vísir á landsfundi: Þúsund handabönd og þunnir stuðningsmenn Líkamsárásir, skemmdarverk og klifurslys Vilja nýjan flugvöll á Ísafirði „Þetta eru auðvitað náttúruhamfarir“ Verðlaunabændur vilja norskar kýr til landsins Afnemur handhafalaun vegna forsetavalds Alvotech fær ekki að byggja leikskóla Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Viðbrögð við hagræðingartillögum og stofnun varnarmálanefndar Verksamningur undirritaður um þriðja áfanga Dynjandisheiðar Fimmtíu og fjórir sækja um stöðu þingmanns hjá borginni Helga Rósa nýr formaður Fíh Sjá meira