Ólafía Þórunn: Þetta er frábær tilfinning Sigurður Elvar Þórólfsson á Hólmsvelli í Leiru skrifar 24. júlí 2011 20:06 „Þetta er frábær tilfinning. Ég ætlaði bara að vera yfirveguð á þessum lokahring og fá sem flest pör, en það var erfitt í þessum aðstæðum," sagði Ólafía Þórunn Kristinsdóttir rétt eftir að hún fagnaði sínum fyrsta Íslandsmeistaratitli í höggleik kvenna í golfi á Hólmsvelli í Leiru í dag. Ólafía, sem er í Golfklúbbi Reykjavíkur, hafði mikla yfirburði og sigraði með 9 högga mun. Tinna Jóhannsdóttir úr GK, sem hafði titil að verja endaði í öðru sæti. Ólafía var yfirveguð þegar hún fagnaði sigrinum á 18. flötinni. „Ég var ekkert ánægð með að enda þetta á bógí," bætti Íslandsmeistarinn við en hún segir að endalausar æfingar hafi skilað þessum titli. Kristinn faðir Íslandsmeistarans var kylfusveinn hjá dóttur sinni í dag og mátti Alfreð bróðir Ólafíu sætta sig við það að hafa einfaldlega verið of seinn að óska eftir aðstoð frá pabbanum. „Ég spurði pabba á undan hvort hann vildi vera kaddý hjá mér og ég fékk það. Ég er reyndar ekkert góð í því að borga pabba laun fyrir þetta starf en hann fær eitthvað gott núna," sagði Ólafía Þórunn. Golf Mest lesið Bergrós efst Íslendinga eftir fyrstu viku CrossFit Open Sport Sjáðu sigurmark Liverpool og pínleg mistök í München Fótbolti Dómararnir á Spáni fá miklu betur borgað Fótbolti Draumadagar Elínar Klöru sem fer í atvinnumennsku Handbolti „Keflavík reyndi að kaupa sér Íslandsmeistaratitilinn en þeir eru í tíunda sæti“ Körfubolti Einstakt mál í Frakklandi: Níu mánaða bann fyrir að ógna dómara Fótbolti „Við vorum mikið betri en Liverpool“ Fótbolti Alisson: „Líklega besti leikur lífs míns“ Fótbolti Daníel stekkur á EM í kvöld: „Legg allt í sölurnar á brautinni“ Sport Liverpool lifði af stórskotahríð í París og Elliott tryggði svo sigurinn Fótbolti Fleiri fréttir Ryder Cup snýr aftur á Stöð 2 Sport Var í mótorhjólagengi, sat inni en er nú kominn á Opna breska Fór tvisvar sinnum holu í höggi á sama hringnum Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Sjá meira
„Þetta er frábær tilfinning. Ég ætlaði bara að vera yfirveguð á þessum lokahring og fá sem flest pör, en það var erfitt í þessum aðstæðum," sagði Ólafía Þórunn Kristinsdóttir rétt eftir að hún fagnaði sínum fyrsta Íslandsmeistaratitli í höggleik kvenna í golfi á Hólmsvelli í Leiru í dag. Ólafía, sem er í Golfklúbbi Reykjavíkur, hafði mikla yfirburði og sigraði með 9 högga mun. Tinna Jóhannsdóttir úr GK, sem hafði titil að verja endaði í öðru sæti. Ólafía var yfirveguð þegar hún fagnaði sigrinum á 18. flötinni. „Ég var ekkert ánægð með að enda þetta á bógí," bætti Íslandsmeistarinn við en hún segir að endalausar æfingar hafi skilað þessum titli. Kristinn faðir Íslandsmeistarans var kylfusveinn hjá dóttur sinni í dag og mátti Alfreð bróðir Ólafíu sætta sig við það að hafa einfaldlega verið of seinn að óska eftir aðstoð frá pabbanum. „Ég spurði pabba á undan hvort hann vildi vera kaddý hjá mér og ég fékk það. Ég er reyndar ekkert góð í því að borga pabba laun fyrir þetta starf en hann fær eitthvað gott núna," sagði Ólafía Þórunn.
Golf Mest lesið Bergrós efst Íslendinga eftir fyrstu viku CrossFit Open Sport Sjáðu sigurmark Liverpool og pínleg mistök í München Fótbolti Dómararnir á Spáni fá miklu betur borgað Fótbolti Draumadagar Elínar Klöru sem fer í atvinnumennsku Handbolti „Keflavík reyndi að kaupa sér Íslandsmeistaratitilinn en þeir eru í tíunda sæti“ Körfubolti Einstakt mál í Frakklandi: Níu mánaða bann fyrir að ógna dómara Fótbolti „Við vorum mikið betri en Liverpool“ Fótbolti Alisson: „Líklega besti leikur lífs míns“ Fótbolti Daníel stekkur á EM í kvöld: „Legg allt í sölurnar á brautinni“ Sport Liverpool lifði af stórskotahríð í París og Elliott tryggði svo sigurinn Fótbolti Fleiri fréttir Ryder Cup snýr aftur á Stöð 2 Sport Var í mótorhjólagengi, sat inni en er nú kominn á Opna breska Fór tvisvar sinnum holu í höggi á sama hringnum Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Sjá meira