Ræsingu á lokadeginum á Íslandsmótinu í höggleik var frestað í tvígang í morgun vegna veðurs. Kylfingar fóru ekki af stað fyrr en í hádeginu en í fyrstu var frestað til 11.00.
Ræst var út á 1. og 10. teig. Samkvæmt veðurspá á að lægja eftir því sem líður á daginn og það hjálpar kylfingum eðlilega.
Aðstæður voru mjög erfiðar í gær og sást það best í miklum sveiflum á skori.
Axel Bóasson og Ólafía Þórunn Kristinsdóttir leiða fyrir lokadaginn.
